Wednesday, April 18, 2012

Uppáhalds húðvörurnar mínar

Ég fékk alveg hreint frábær viðbrögð um daginn við færslunni um uppáhalds snyrtivörurnar mínar svo ég ákvað að gera aðra færslu með uppáhalds húð- og hreinsivörunum mínum!
Ég nota nánast bara vörur úr The Body Shop. Ég hef oft keypt mér einhverjar rándýrar og fínar húðvörur sem áttu víst að leysa öll mín húðvandamál en voru svo bara algjört rusl. En mér finnst vörurnar frá The Body Shop algjört æði. Þær eru ódýrar en mjög vandaðar. Eins og ég sagði frá í fyrri færslunni að þá getur húðin mín verð frekar leiðinleg ef ég nota ekki góðar vörur. Er með þetta típíska vandræða T-svæði og á það til að fá bólur ef ég hugsa ekki vel um húðina. Ég nota vörur úr Vitamin E línunni frá The Body Shop og mæli sko hiklaust með þeim fyrir þá sem eru með mjög blandaða húð eins og ég. Er með frekar feitt T-svæði en þurr annarstaðar.

Þetta hreinsikrem nota ég á hverju kvöldi til að hreinsa málninguna af mér. Það dreifist rosalega vel svo maður þarf ekki að nota mikið í einu, þannig að ein svona túba endist mjög lengi.

Því næst set ég smá tóner í bómul og ber yfir allt andlitið. Það róar húðina og mýkir eftir allt nuddið með hreinsikreminu og fjarlægir það sem eftir varð af farðanum og leyfar af hreinsikreminu. 

Ef húðin er mjög þurr þá nota ég þessa sápu. Hún hreinsar og skilur húðina eftir jafn mjúka og mýksti barnsrass. Þessi er hrein snilld!

Ég nota cleanserinn á hverju kvöldi til að halda fílapenslum í skefjum og bólubanann ef að einhverjar bólur ákveða að skjóta upp kollinum. Mæli hiklaust með þessum vörum, en þær fást í næsta apóteki.

Í augnablikinu nota ég Satsuma sturtusápuna og body lotion'ið frá The Body Shop. Lyktin er unaðsleg, fersk mandarínu/sítrus lykt sem minnir mann bara á sumar og sól.. mmm algjört nammi! Annars nota ég líka Green Tea Honey Drops Body Cream frá Elizabeth Arden þegar ég tými að kaupa mér það, það er líka algjör lúxus!

Held að þetta sé svona það helsta sem ég nota og held uppá. Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki þá vera hrædd við að skjóta! :)
Ég ætti eiginlega að vera á prósentu hjá The Body Shop fyrir þessa færslu..haha!



2 comments:

  1. þú segist nota E vitamin hreinsikremið á hverju kvöldi og svo tónerinn, en líka clean&clear cleanserinn á hverju kvöldi, í hvaða rútínu notaru þetta? eða skiptistu bara á milli? og er clean&clear hreinsirinn af koma í veg fyrir svarta og hvíta fílapennsla á nefi og höku? :)

    ReplyDelete
  2. Já þessi frá clean&clear er meira bara til að koma í veg fyrir og hjálpa með fílapensla og ég nota hann sem slíkan, ekki til að fjarlægja farða. Hreinsikremið frá body shop er til þess. Ég nota fyrst hreinsikremið, svo tónerinn og svo clean$clear cleanserinn :) En já, mér finnst hann hafa hjálpað mjög mikið við að koma í veg fyrir að fílapenslar og bólur myndast. En ef að ég finn að ég er að fá bólu einhverstaðar þá nota ég acne spot treatment gelið á það svæði og það bæði þurrkar vel upp bóluna og minnkar roða í húðinni. Maður getur líka notað það þó maður sé með farða framan í sér.
    Vona að þetta hafi svarað spurningunni! :)

    ReplyDelete