Wednesday, August 31, 2011

Minn hugarheimur..


Nýjasti myndaþátturinn okkar á Infront.is. Er sjúklega ánægð með hvernig hann kom út. Svo gaman að vinna með svona flottum módelum og svona æðislegum fötum (KronKron, GK & ELLA).

Ljósmyndari: Kári Sverriss
Förðun: Sigga Lena
Hár: Katrín Sif
Stílisti: Sara Hlín (ég)
Módel: Sigurður Andrean(Eskimo) Hrefna Rós (Eskimo)


Thursday, August 25, 2011

Fired up

(Messy herbergi, sorry meðmig!)

Vesti (klipptur jakki) - Zara Kids / Skyrta - La Senza / Bolur - Gina Tricot

Í von um að losna við þynnkuna sem er enn að hrjá mig eftir nýnemadjammið á þriðjudaginn, þá ákvað ég að taka smá göngutúr um Akureyri. Losnaði ekki við þynnkuna en ég náði að rata aftur heim til mín sem mér finnst ég eiga klapp skilið fyrir! Annars er bara annað nýnemadjamm á föst og svo Airwaves upphitun á lau með Of Monsters and Men o.fl. Góð helgi framundan!



Wednesday, August 24, 2011

Statement

Rakst á mynd af Elizabeth Olsen um daginn þar sem hún var með mjög flott hálsmen. Það skemmtilega er að ég á svipað hálsmen sem ég fékk í Accessorize.

Elska þetta hálsmen. Það er svo mikið statement piece og ég nota það óspart til að poppa upp plain outfit.



Tuesday, August 23, 2011

Tvennir tímar

Tvennir tímar - Infront.is
Ljósmyndari - Kári Sverriss
Módel - Hrefna Rós (Eskimo) & Sigurður Andrean (Eskimo)
Stílist - Ég
Förðun - Sigga Lena
Hár - Katrín Sif
Föt - GK & KronKron

Nýjasti myndaþátturinn okkar á Infront.is. Við studdumst við smá 90's þema og þetta var tekið upp í Gym and Tonic salnum á Kex Hótel. Ótrúlega skemmtileg staðsetning!
Vona að ykkur líki þetta ;)


Monday, August 22, 2011

Long time no see

Úff það er svo allt of langt síðan ég bloggaði síðast! Það er vægast sagt búið að vera BRJÁLAÐ að gera hjá mér síðustu vikur svo það hefur því miður gefist lítill tími til að setjast niður og blogga. Er búin að vera á milljón að skrifa og stílisera fyrir Infront.is, en í síðustu viku tókum við upp tvo myndaþætti á Kex Hostel. Æðisleg staðsetning og sjúk föt sem ég fékk að vinna með! Fyrsti myndaþátturinn er kominn á netið og þið getið séð hann HÉR.
Síðan var opnunarpartý síðunnar á Esju núna á laugardaginn á menningarnótt. Kvöldið heppnaðist ótrúlega vel og mæting var vonum framar. Ég fékk lánuð föt frá Líber og gefins sokkabuxur frá Gabriellu til að vera í og ég var ekkert smá sátt með það outfit. Ég er alveg ástfangin af kjólnum og það var sko mjög freistandi að stinga bara af í honum ;) hehe Mæli með að þið kynnið ykkur fötin frá Líber, ótrúlega flott og skemmtileg hönnun þarna á ferð. Fyrir áhugsama þá er búðin staðsett á Hverfisgötu 50.

En núna er ég flutt á Akureyri! Skólinn byrjar á morgun með nýnemadögum og ég er rosa spennt! Held að þetta verði ótrúlega skemmtilegt nám og verður gaman að prófa að búa hérna á norðurlandinu, þó ég sé strax farin að sakna fagra suðurlandsins míns!

Kjóll & Hálsmen - Líber / Sokkabuxur - Gabriella / Skór - JC Lita


Monday, August 15, 2011

Draumórar


Draumórar - Infront.is
Ljósmyndari - Kári Sverriss
Módel - Steinunn (Eskimo) & Ari
Stílist - Ég
Förðun - Sigga Lena
Hár - Katrín Sif


Thursday, August 11, 2011

Photoshoot

Mynd - Kári Sverris
Styling - Ég
Hár - Katrín Sif
Make up - Sigga Lena

Smá sneak peek frá myndatökunni í gær. Þið getið séð restina af myndaþættinum inn á Infront.is á laugardaginn. Ég er sjúklega sátt með útkomuna og þetta var svooo gaman! Get ekki beðið eftir næstu myndatöku!

Tuesday, August 9, 2011

Lollapalooza

Lollapalooza hátíðin var haldin í Chicago á dögunum. Hér eru nokkrar myndir af flottum street style. Ég elska festival tísku!




Monday, August 8, 2011

Henrik Vibskov

Henrik Vibskov er einn af mínum uppáhalds hönnuðum en hann sýndi s/s'12 línuna sína á tískuvikunni í Kaupmannahöfn s.l. föstudag. Ætla bara að láta myndirnar tala sínu máli.

Elska þessi gleraugu!



Sunday, August 7, 2011

Detail dagsins

Skór - Vila / Hálsmen - Accessorize

Fór í skírn í dag hjá vinkonu minni þar sem hún var að skíra prinsinn sinn. Frábær veisla og veðrið skemmdi sko ekki fyrir. Klukkan er að ganga 10 og það er ennþá steik úti! Fór með nokkrum sætum píum út áðan og fengum okkur bjór eða tvo. Yndislegt að sitja úti í þessari blíðu að sötra og spjalla. Það var þá loksins að sólin lætur eitthvað sjá sig þetta sumarið!
En núna ætla ég að fara og sitja sveitt (quite literally.. það er alltof heitt!) yfir pistlaskrifum. Átti víst að skila inn þremur fyrir lok helgarinnar... úbbs.
Vona að allir hafi átt yndislega helgi :)



Colored lace

Miranda Kerr sást í þessum æðislega kjól í Ástralíu á dögunum. Hann er frá merkinu ástralska merkinu Lover. Ég elska litaða blúndu. Blúndur eru svo klassískar en það er hægt að leika sér svo mikið með þær þegar þær eru í skemmtilegum litum. Þetta var einmitt eitt af key trendunum í Resort línunum í ár og sást m.a. hjá Christopher Kane, Louis Vuitton, Valentino og Erdem.

Erdem
Valentino
No.21
Louis Vuitton
Christopher Kane



Saturday, August 6, 2011

Stripes

Peysa - Zara / Buxur - Vero Moda

Þægilegt laugardagsoutfit. Fékk þessa peysu á útsölu fyrir nokkru á litlar 3000kr. Alltaf að græða!
Annars er bara brjálað að gera þessa dagana og mér vantar helst nokkra auka klukkutíma í sólarhringinn. Næstu tvær vikurnar fara í stíliseringar, myndatökur, pistlaskrif, pakka niður, kveðja og flytja! En ég get loks sagt ykkur frá þessu nýja verkefni mínu sem ég er búin að vera að vinna að. Næsta laugardag, 13.ágúst, mun ný vefsíða líta dagsins ljós en hún heitir Infront.is og verður almennur afþreyingarvefur með mikla áherslu á tísku. Mæli með að þið fylgist með okkur á FACEBOOK þar sem þið gætuð unnið fataúttektir o.fl. með því að deila og kvitta. 



Friday, August 5, 2011

The comeback of the denim jacket

Ég hef tekið eftir því að undanförnu að það hefur færst í aukana að maður sjái fólk í gallajökkum, hvort sem það er bara út á götu eða á myndum af fræga fólkinu. Jakkar í öllum stærðum og gerðum, acid washed, rifnir, útsaumaðir, með kögri, stuttir, síðir, gamlir og nýjir. Svo það kom mér ekki á óvart að sjá umfjöllum Style.com um endukomu gallajakkanns. Ég hef persónulega  mjög gaman af þessari flík og á nokkra ólíkar týpur af gallajökkum sem ég nota bæði við fínni föt og hversdagslegri.
Hér eru annars nokkrar myndir sem Style.com birti af fallega og fræga fólkinu í sínum jökkum..