Wednesday, March 31, 2010

Hey hey!

Outfit dagsins!

Blazer - Dorothy Perkins
Bolur/T-shirt - Vero Moda
Leggings - Primark
Alexander McQueen style scarf - Spúútnik
Taska/Bag - Vintage Louis Vuitton Alma bag
Hálsmen/Necklaces - Topshop & DIY
Hringar/Rings - Vintage & Topshop
Armbönd/Bracelets - Gallerí Sautján
Skór/shoes - Sömu og í gær/same as yesterday

Þá er vinnan að baki í dag og spurning hvað kvöldið ber í skaut með sér! Langar dáldið í afmæli í bænum en svo heillar líka rosalega að fara á Sálar ball! En hvað sem ég geri þá mun ég allavega gera það í nýju fallegu skónnum mínum. Það getur verið hættulegt að geta skrifað á sig í vinnunni..úff! En þessar elskur eru alveg þess virði. Ég set inn myndir á mrg.
Ætla að skjótast í Zara á mrg, hef augastað á pilsi sem ég hreinlega verð að eignast! Spurning svo að rölta aðeins niður laugarveginn, kíkja í Eymundsson og fletta tískublöðum yfir kaffi. Maður hatar það ekki!
En næst á dagskrá hjá mér er að opna hvítvínið og koma sér í djammskapið.
Eigði gott kvöld elskurnar!

<3
Sara

Tuesday, March 30, 2010

Outfit du jour

Gallaskyrta/Denim shirt - Gallerí Sautján
Hlýrabolur/Tank top - Wearhouse
Pils/Skirt - Vero Moda
Leggings - Primark
Skór (sjást ekki)/Shoes (not showing) - Focus
Hálsmen/ Necklace - Vintage
Hringar/Rings - Accerssorize & Topshop

Abbey Lee Kershaw

Abbey Lee Kershaw, betur þekkt sem bara Abbey Lee, er eitt heitasta módelið í tískuheiminum í dag. Stelpan er fædd árið 1987 í Melbourne í Ástralíu. Ferill hennar hófst þegar hún vann Girlfriend CoverGirl Model Search í Átralíu árið 2004. Síðan þá hefur hún skotist hratt uppá stjörnuhimininn og er í dag orðin eitt eftirsóttasta módelið í bransanum. Það er allavega ekki hvaða módel sem er sem getur neitað að ganga fyrir Alexander McQueen Spring 2010 sýninguna af því henni fannst hælarnir of háir!
Abbey Lee er ótrúlega flott stelpa, það skemmtilega við hana er hvað stíllinn hennar er edgy og hún sjálf rosalega unique, sem er ekki gefið í módel bransanum. Það verður gaman að fylgjast með henni á komandi season'um.


Ég fæ ekki nóg af þessu outfitti! Elskaelskaelska það! PFW AW2010Vogue Korea april 2010 cover. Endalaust falleg mynd!
Chanel AW2010

Friday, March 26, 2010

To begin with..

Það hefur lengi blundað í mér að byrja að blogga og þar sem ég sit hér í frönsku tíma og læt mér leiðast, þá ákvað ég að láta loksins verða af því! Svo hér bætist við enn eitt tískubloggið gott fólk.. en mér langar að deila með ykkur því helsta sem er að gerast í tískuheiminum, hvað mér finnst fallegt og langar í og svo bara almennt tuð um lífið og tilveruna!
Svo til að kick starta þessu, þá eru hérna nokkrir hlutir sem eru ofarlega á óskalistanum þessa dagana..:

Jeffrey Campbell Xenon wedges. Þessir ásækja mig.. þvílík fegurð!H&M jakkinn sem ábyggilega allir tískubloggarar hafa bloggað um nú þegar. Ég myndi ekki hata þennan í sumar..óneiHouse of Holland thights. Allir eru að missa sig yfir þessum núna. Fullkomnar til að poppa upp plain outfit.


Fresh fringe design. Ótrúlega flott kögur hálsmen. Örugglega ekki mikið mál að gera svona sjálfur, maður ætti kannski að prófa?
http://www.facebook.com/?ref=logo#!/pages/Fresh-fringe-design/318475422283Túrkís naglalakk! Klárlega málið í sumar!


Mac in Morange. Sjúkur litur.. verður heitur í sumar!