Saturday, December 31, 2011

Áramóta dressið

Kjóll - Vila / Skór - Focus / Armband & eyrnalokkar - Accessorize

Áramótadressið er fullkomnað! Glimmer og pallíettur, það gerist ekki áramótalegra.
Áramótin verða reyndar með aðeins öðruvísi sniði hjá mér þetta árið. Verð ekki með famelíunni fyrir sunnan en fæ í staðinn að fagna nýja árinu með nýjum og góðum vinum hérna á Akureyri. Það verður skrítið, en ég held að það verði gaman. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt, er það ekki?
Þetta ár er búið að vera mitt uppáhalds hingað til. Ég er búin að ögra sjálfri mér til að prófa nýja hluti, sjá hvað ég kemst langt og það hefur gert mig sterkari fyrir vikið. Ég flutti hinu megin á landið, byrjaði í háskóla, kynntist svo endalaust mikið af yndislegu fólki og fékk líka að knúsa og hlæja með fjölskyldunni og gömlu vinunum sem er ómetanlegt.
Vil þakka ykkur öllum sem hafið fylgt mér hérna í gegnum bloggið í ár.
Gleðilegt nýtt ár og megi það verða ykkar besta!

SH

P.S. Var að bæta við Like takka við færslurnar, svo like away elskurnar!

Friday, December 30, 2011

30.12.11.


Toppur - Vero Moda / Hálsmen - Accessorize

Kerti, konfekt, kaffi og sálfræði.. góð blanda á þessum næst síðasta degi ársins.
Ekki vera hrædd við að skilja eftir komment elskurnar, gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með :)

SH

Thursday, December 29, 2011

Wednesday, December 28, 2011

Jólagjafir

Peysa & toppur - Vero Moda / Kjóll - H&M / Skór - Focus

Nokkrar fallegar jólagjafir. Er svooo sátt!
Átti alveg hreint yndisleg jól með öllu mínu uppáhalds fólki.
Nú er ég komin aftur norður þar sem ég ætla að fagna áramótunum.
Verður gaman að prófa að gera það á nýjum stað :)
Vona að allir hafi átt frábær jól!

SH

Friday, December 23, 2011

Doppótt jól


Jólakjóllinn kominn!
Doppótt skal það vera þessi jólin.
Hafið það gott um hátíðarnar elskurnar mínar.
Gleðileg jól!

SH

Saturday, December 17, 2011

Pretty

Langar svo í svona grein yfir elsdhúsborðið.
Annað hvort svona í kringum ljós eða setja seríu á hana.
Svo fallegt!

SH

Friday, December 16, 2011

Tuesday, December 13, 2011

Matt


Mér finnst þetta matt svarta naglalakk mega töff.
Veit einhvern hvort að hægt sé að fá það einhverstaðar?
Let me know!


SH

Monday, December 12, 2011

Hvítt


Mmmm svo hvítt og fallegt.
Stóðst ekki mátið að birta þessar myndir
Elska að hafa allt hvítt í kringum mig.. það er svo kósý eitthvað :)
Reyni að koma með eitthvað ,tískulegra' næst.. hehe

SH

Saturday, December 10, 2011

Jóla..


Smá jóla. 
Kertaljós og Panodil Hot er málið í kvöld þar sem flensan er í heimsókn.
Frábær tímasetning svona í miðri prófatörn..
Vona að allir eigi góða helgi!

SH

Saturday, December 3, 2011

Sequins

Kjóll - Vila

Áramótakjóllinn kominn! Glimmer og pallíettur all the way.