Monday, April 30, 2012

Missguided

Þrái þessa skyrtu frá Missguided!
Mæli með að þið skoðið þessa síðu, www.missguided.co.uk. Sjúklega mikið af flottum fötum þarna!

Shop Couture - Nýtt skart!

Ég bara verð að sýna ykkur flotta skartið sem er að koma í Shop Couture í dag. Svo mikið af allskonar fínu og ég sit alveg veik að skoða þetta allt! Hér er smá brot, þó það sé erfitt að velja úr!

Þið sem eruð að fylgja mér á Facebook vitið að ég er er soldið að missa vatnið yfir þessu hálsmeni. Það er í algjöru uppáhaldi úr nýju sendingunni! Elska svona skartgripi sem eru í senn statement hlutir en samt svona einfaldir og chic. Þetta er líka hlutur sem passar gjörsamlega við allt.. einfaldan bol og gallabuxur, skyrtur, kjóla.. name it! Ahh love it! Það kostar 1190kr.

Þessir eru tveir af uppáhalds hringunum mínum úr þessari sendingu. Þeir eru báðir á litlar 990kr. Mér finnst knuckle hringir ennþá ógeðslega töff. Þegar kemur að skarti finnst mér flottast að vera með áhersluna á einum stað, eins og að vera með statement hálsmen og vera þá með lítið af öðru skarti eða að vera með mikið af armböndum og hringum og sleppa þá að vera með hálsmen. 

Shop Couture mun svo fá aðra sendingu með enn meira af flottu skarti núna í vikunni, hlakka til að sýna ykkur það! Fyrir þá óþolinmóðu þá getiði séð það sem er væntanlegt HÉRNA.

Sunday, April 29, 2012

Sunnudags


Svona eyddi ég mínum sunnudegi. Kaffi, tískublöð og sól og blíða.. yndislegt!
Vona að allir hafi átt góða helgi. Ætla að koma með nokkrar skemmtilegar færslur núna á næstu dögum.. ekki missa af því!

29.04.12.

Jakki - Galleri Sautján / Bolur - Gina Tricot / Skór - JC Lita / Sólgleraugu - Shop Couture

Lindex

Lindex

Finnst þessi skyrta frá Lindex æði! Elska svona kreisí munstur og held að hún væri sjúk með pilsi í eins appelsínugulu eða grænu og er í skyrtunni. 

Love it or hate it?

Saturday, April 28, 2012

New in - Arm candy

Ebay

Þessi eru sjúk! Held að ég sé orðin háð Ebay.. haha!
Það er bara kósýkvöld hjá mér. Blandípoka, kerti, náttföt og vídjógláp. Við tryggðum okkur íbúð fyrir sunnan í dag og það stefnir allt í flutning í lok júlí. Er svo fáránlega spennt! Elska þegar allt virðist vera að ganga upp :)

Eigið gott kvöld!

Favorites


Langaði að sýna ykkur uppáhalds sólgleraugun mín fyrir sumarið.
Frá topp og niður: Ebay, Topshop, Accessorize, Shop Couture.
Elska að eiga margar tegundir fyrir mismunandi outfit. 

Nýtt frá ELF

Um daginn fékk ég æðislega sendinu af snyrtivörum frá ELF. Ég er með hálfgert æði fyrir flottum kinnalitum, finnst þeir gera svo ótrúlega mikið fyrir heildar lúkkið og ég nota þá á hverjum degi. Ég nota alltaf létt sólapúður og set svo kinnalit á eplin á kinnunum (þegar þú brosir þá eru eplin parturinn af kinnunum sem stendur út). Það gefur svo frísklegt og fallegt yfirbragð.

Fuchsion Fusion til vinstri, Flushed til hægri.

Ég fékk senda tvo kinnaliti frá ELF til að prófa, annars vegar Flushed úr Essentials línunni og hins vegar Fuchsion Fusion úr Studio línunni. Ég er mjög hrifin af svona bleikum tónum en hef upp á síðkastið orðið hrifnari af svona skærbleikum litum. Flushed er góður hvað þetta varðar, því þú getur borið hann létt á þig og fengið þannig fallegan bleikan lit á kinnarnar, en þú getur líka sett meira í einu og fengið þannig sterkari lit. Nafnið er eiginlega fullkomið yfir þennan lit, en hann lætur mann líta svona 'flushed' út og eins og maður sé soldið útitekinn.
Í fyrstu var ég smá hrædd þegar ég sá Fuchsion Fusion. Hann er alveg skærbleikur með glimmeri svo það blekkir mann soldið. Hann er hins vegar ótrúlega flottur þegar hann er kominn á. Glimmerið hrinur að mestu af úr burstanum svo maður fær bara smá shimmer í staðinn fyrir full on glimmer. Liturinn er mjög ferskur og flottur. Hann er skær, en maður hefur góða stjórn á því hversu skær hann er sem mér finnst mjög gott. Þetta er svona ekta sumarlitar, glaðlegur og flottur.
Fuchsion Fusion, Flushed.

Ég fékk líka sendan blautan eyeliner. Ég hef alltaf bara notað eyeliner blýant svo ég var spennt að prófa blautan þar sem ég hafði líka heyrt mjög gott af þessum frá ELF. Ég þurfti nokkrar tilraunir til að komast upp á lagið með það að nota hann en ég var ánægð með hvað það komst fljótt upp í æfingu. Hann er mjög svartur og helst á allan daginn án þess að renna neitt  sem er snilld! Ég hélt þá kannski að hann væri bara svona fastur á og það yrði erfitt að þrífa hann af, en hann rann bara alveg af þegar þreif málninguna af um kvöldið. Love it! Get sko klárlega mælt með þessum.


Fuchsion Fusion - 1090kr / Flushed - 400kr / Blautur Eyeliner - 400.

Ég vil þakka Eyes Lips Face kærlega fyrir þessa sendingu!

Friday, April 27, 2012

Föstudags

Eitt svona fínt pils er á leiðinni til mín. Er nú þegar með fullt af hugmyndum hvernig ég get style'að það.. hlakka til! Vonum bara að það passi.

Ég veit ég lofaði almennilegum færslum í dag en dagurinn er búinn að vera langur og leiðinlegur svo ég ætla bara að lofa ykkur (aftur, i know!) megamega djúsí færslum á morgun í staðinn. Ætla m.a. að koma með smá review af ELF vörunum sem ég fékk sent í vikunni.. ekki missa af því!

Góða helgi!

Thursday, April 26, 2012

New in: Leather cap

Ebay

Fann loksins hina fullkomnu derhúfu. 700 kall á ebay! Hötum það ekki.

Er kreisí busy í dag, lokapróf á morgun svo ég verð víst að gjöra svo vel og læra. En ég lofa djúsí færslum á morgun!

Wednesday, April 25, 2012

Fake Tattoos

Þetta byrjaði allt saman hjá Chanel. Gervi tattú voru í huga margra bara eitthvað sem krakkar léku sér með, en Chanel tókst að gera þetta að tískubygju. Fake Tattoos er sænskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að færa viðskiptavinum fashionable gervi tattú sem eru ódýr, endast lengi (allt að viku) og eru örugg. Þau byrjuðu smátt en eru í dag orðin leiðandi fyrirtæki í Evrópu á sölu tísku gervi tattúa. Ég er því ekkert lítið stolt að tilkynna að ég mun verða í samstarfi við þetta flotta fyrirtæki. Hlakka svo til að prófa þessa snilldar vöru og sýna ykkur!


Shop Couture - Fylgihlutir

Tekið með Instagram. Fylgið mér @sarahilmars

Er eiginlega aðeins of spennt yfir þessum nýju fylgihlutum! Hversu sjúkir eru þessir hringar??
Svona krossa hringar (og eiginlega allt með krossum) hefur heldur betur verið vinsælt síðustu mánuði en fyrir mér er þetta klassískt trend. Finnst mjög kúl að nota svona grófa skartgripi til að poppa upp kjóla og svona fínni outfit. 
Ég held að nýjasta æðið mitt séu sólgleraugu. Ég elska að eiga allskonar mismunandi týpur af sólgleraugum til að nota við mismunandi outfit. Mér hefur alltaf fundist sjúklega töff að vera með svona keðju á gleraugunum en einhvernveginn aldrei keypt mér þannig sjálf. Svo ég veit að þessi eiga eftir að verða mjög mikið notuð í sumar. Ég vil þakka Shop Couture enn og aftur fyrir þessa sendingu! 


Tuesday, April 24, 2012

New in: Shop Couture og ELF

Make up - Eyes Lips Face (ELF) / Skart - Shop Couture

Það er sko ekki leiðinlegt að fá svona fínan pakka í miðri prófatörn! Er alltof sátt!
Ég sýni ykkur þetta svo betur á næstu dögum.
Ég vil þakka Shop Couture og Eyes Lips Face kærlega fyrir þessa sendingu, þetta gladdi sko litla námsmanninn sem er að kafna í lokaprófsstressi haha :)

Gangi ykkur öllum vel sem eruð í prófum núna! We can do this!

Monday, April 23, 2012

An american dream

Jakki - vintage / Bolur - Gina Tricot / Buxur & Sólgleraugu - Ebay / Skór - JC Lita

Er soldið mikið ástfangin af þessum leggings buxum. Var svona klædd í dag þegar ég fór út með stelpunum. Vorum að klára að skila af okkur lokaverkefni og fórum svo út að borða.
Annars er bara kreisí að gera núna. Er á kafi í prófalestri, að plana sumarið og reyna að finna íbúð fyrir okkur fyrir sunnan. Mikið hlakka ég til að flytja! Ætla samt að gera það besta úr þessu sumri hérna fyrir norðan með uppáhalds fólkinu mínu hérna. Sólin mætti þá líka alveg fara að skína aðeins á okkur hérna á Akureyri!

P.S. Er með nokkrar flíkur til sölu inná facebook. Tjékkið á því!

Saturday, April 21, 2012

Instagram vol.4

Eigið yndislegan laugardag!
 
Facebook  Bloglovin

New in: Prada Candy


Ég bara verð að segja ykkur frá nýja uppáhalds ilmvatninu mínu. 
Í apríl issue'inu af breska Vogue var auglýsing frá Prada um nýjasta ilmvatnið þeirra, Prada Candy, og með henni fylgdi lítil prufa. Ég heillaðist aaaalveg af lyktinni og fór beint í að tjékka hvort þetta væri komið í sölu hérna á Íslandi. Google leit mín skilaði ekki miklum árangri svo ég ákvað að fara á ebay og sjá hvað þetta væri að kosta þar. Ég ákvað að kaupa mér prufur í staðinn fyrir að kaupa heilt glas (því það hefði líka kostað eins og einn handlegg og hálfan fótlegg..) til að sjá hvort ég myndi fýla það á mér. Ég fékk 3 prufur í einum pakka á ca 800kr komið til landsins. Ég var líka ekki fyrir vonbrigðum. Þetta er akkurat svona lykt sem ég er búin að vera að leita mér af, sæt án þess að vera væmin, með spicy undirtónum sem gera lyktina sexy og fína, án þess að vera of mikið. S.s. perfection! Kærastinn hafði meira að segja orð á því hvað ég lyktaði vel!
Þá er bara að fara að spara og safna svo ég get keypt mér stórt glas.
Mæli með að þið tjékkið á þessu, fullkomið til að skella á sig á kvöldin í sumar!

P.S. Minni á að ég er á Instagram! @sarahilmars


Friday, April 20, 2012

New in: Stars and stripes

Leggings - Ebay

Þessar fallegu leggings voru að detta í hús! Þær eru vægast sagt sjúkar!
Finnst samt fyndið að þegar ég pantaði þær fyrir svona þremur vikum síðan og bloggaði um þær að þá hafði ég ekki séð neinn í svona á Íslandi, en núna í millitíðinna hef ég séð netverslanir í auknum mæli vera að taka svona leggings til sölu og allt í einu er þetta orðið að voða trendi! Sem er smá svekk, en ég held að ég muni engu að síður nota þær mikið í sumar. Skal sýna ykkur þær í outfit færslu á næstu dögum!

Thursday, April 19, 2012

Today's inspo

 Source - Tumblr

Mig dreymir um sól og sumar! Þó að það sé sumardagurinn fyrsti að þá er bara skýjað og hitinn við frostmark hér á Akureyri..
Held að þetta sumar verði frábært. Útihátíðir, útilegur, grill, sund, tan og gleði! Ég er svooo mikið tilbúin fyrir sumarið 2012!

Summer blues

Leðurjakki - Imperial / Toppur - Vila / Buxur - Vero Moda / Skór -  Focus / Taska - Velvet

Gleðilegt sumar!!

Wednesday, April 18, 2012

Shop Couture - Sólgleraugu

Í dag kveðjum við kuldann og veturinn og fögnum á morgun langþráðu sumri, en á morgun er einmitt sumardagurinn fyrsti. Þá er nú ekki seinna vænna að fara að græja sig upp fyrir sólina og ég held að það sé ekki til betri leið til þess en að fjárfesta í flottum sólgleraugum. Sólgleraugu eru ekki bara til þess að vernda augun, heldur eru þau líka mikið fashion statement. Flott sólgleraugu eru tilvalin fylgihlutur til að toppa sumaroutfittið. Ef þú ert enn að leita að hinu fullkomna pari þá mæli ég með að kíkja í Shop Couture, en þau eru einmitt að fá nýja sendingu af geðveikum sólgleraugum. Þessi með keðjunni sem eru bein að ofan eru í uppáhaldi hjá mér, en þau eru mjög rokkuð og töff. Þessi á fyrstu myndinni koma svo bæði alveg svört og líka með lituðum spöngum. Svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ekki skemmir svo verðið fyrir, en þessi flottu gleraugu kosta ekki nema 990-1490! Þú færð það ekki mikið ódýrara en það :)


Þið getið séð úrvalið HÉR. Hægt er að versla  vörurnar frá Shop Couture á netinu á slóðinni
www.shopcouture.is, eða í verslun þeirra í Síðumúla 34, 108 RVK. 


Uppáhalds húðvörurnar mínar

Ég fékk alveg hreint frábær viðbrögð um daginn við færslunni um uppáhalds snyrtivörurnar mínar svo ég ákvað að gera aðra færslu með uppáhalds húð- og hreinsivörunum mínum!
Ég nota nánast bara vörur úr The Body Shop. Ég hef oft keypt mér einhverjar rándýrar og fínar húðvörur sem áttu víst að leysa öll mín húðvandamál en voru svo bara algjört rusl. En mér finnst vörurnar frá The Body Shop algjört æði. Þær eru ódýrar en mjög vandaðar. Eins og ég sagði frá í fyrri færslunni að þá getur húðin mín verð frekar leiðinleg ef ég nota ekki góðar vörur. Er með þetta típíska vandræða T-svæði og á það til að fá bólur ef ég hugsa ekki vel um húðina. Ég nota vörur úr Vitamin E línunni frá The Body Shop og mæli sko hiklaust með þeim fyrir þá sem eru með mjög blandaða húð eins og ég. Er með frekar feitt T-svæði en þurr annarstaðar.

Þetta hreinsikrem nota ég á hverju kvöldi til að hreinsa málninguna af mér. Það dreifist rosalega vel svo maður þarf ekki að nota mikið í einu, þannig að ein svona túba endist mjög lengi.

Því næst set ég smá tóner í bómul og ber yfir allt andlitið. Það róar húðina og mýkir eftir allt nuddið með hreinsikreminu og fjarlægir það sem eftir varð af farðanum og leyfar af hreinsikreminu. 

Ef húðin er mjög þurr þá nota ég þessa sápu. Hún hreinsar og skilur húðina eftir jafn mjúka og mýksti barnsrass. Þessi er hrein snilld!

Ég nota cleanserinn á hverju kvöldi til að halda fílapenslum í skefjum og bólubanann ef að einhverjar bólur ákveða að skjóta upp kollinum. Mæli hiklaust með þessum vörum, en þær fást í næsta apóteki.

Í augnablikinu nota ég Satsuma sturtusápuna og body lotion'ið frá The Body Shop. Lyktin er unaðsleg, fersk mandarínu/sítrus lykt sem minnir mann bara á sumar og sól.. mmm algjört nammi! Annars nota ég líka Green Tea Honey Drops Body Cream frá Elizabeth Arden þegar ég tými að kaupa mér það, það er líka algjör lúxus!

Held að þetta sé svona það helsta sem ég nota og held uppá. Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki þá vera hrædd við að skjóta! :)
Ég ætti eiginlega að vera á prósentu hjá The Body Shop fyrir þessa færslu..haha!