Thursday, October 4, 2012

Knitted

Peysa - Gina Tricot / Sokkabuxur - H&M / Skór - BikBok

Elskaelskaelska þessa peysu! Hún er extra víð, þykk og svo óendanlega hlý. Fullkomin í haust. Svo elska ég detailin á bakinu, það gerir svo mikið fyrir hana.

Ég er líka soldið skotin í þessum skóm. Var búin að sjá þá inná síðunni hjá BikBok og þegar ég mætti svo í búðina út í Köben að þá biðu þeir þar eftir mér, eitt par eftir í minni stærð. Svo auðvitað fengu þeir að fylgja mér heim.
BikBok er í nýju uppáhaldi hjá mér. Sérstaklega líka þar sem ég fékk svo æðislega þjónustu þar. Ég hefði viljað versla meira þarna bara af því þjónustan var svo frábær. Ég tók líka eftir því hvað þjónustan er yfir höfuð góð í búðunum í Köben. Það er tekið á móti manni með bros á vör, starfsfólkið sýnir manni áhuga og allir kvöddu með að segja 'Have a nice day!'. Íslenskt starfsfólk mætti alveg taka sér þetta til fyrirmyndar, væri gaman að fá svona viðmót í öllum verslunum.

Annars ætla ég bara að eyða þessum kalda degi í kósýheit. Fagna því að vera komin 25 vikur með því að skella mér í nudd og fara svo og hitta nokkrar sætar janúarbumbulínur í kvöld. Aldrei að vita nema að ég baki smá fyrir kvöldið. Hver veit!

Eigið frábæran fimmtudag!

Instagram @ sarahilmars

Wednesday, October 3, 2012

Anna Dello Russo for H&M

Línan sem Anna Dello Russo hannaði fyrir H&M kemur í búðir á morgun!
Það er svoo mikið af flottu skarti þarna sem ég væri sko alveg til í að eiga.. Bláu eyrnalokkarnir og snákaarmböndin eru í uppáhaldi.
Ætlið þið að reyna að næla ykkur í eitthvað úr línunni?

Instagram @ sarahilmars

Army style

Jakki - Imperial / Buxur, Bolur&Trefill - Gina Tricot

Brrr hvað það er kalt í dag! Þessi kósý hringtrefill (sem er með hettu líka!) frá Ginu er búinn að bjarga mér í kuldanum síðustu vikurnar.
Ég fattaði það ekki fyrr en ég byrjaði að skrifa þessa færslu að ég er soldið eins og gangandi auglýsing fyrir Ginu Tricot í dag. Ég missti mig soldið út í Köben og það voru þó nokkrar flíkurnar sem fengu að fylgja mér heim úr Ginu. Fannst mikið meira spennandi þar heldur en í H&M. Þessi hermannabolur er akkurat í miklu uppáhaldi þessa dagana en mig er lengi búið að langa í eitthvað í slíku munstri. Buxurnar eru svo ótrúlega þægilegar, mitt á milli þess að vera buxur og leggings. Þær eru með rennilásum neðst á skálmunum, eins og sést glitta í á myndinni, sem mér finnst gera helling fyrir þær.

Eigið góðan dag elskurnar!

Instagram @ sarahilmars