Tuesday, April 3, 2012

New in: Oversized

Ebay

Ég lá andvaka í gærnótt og rambaði inn á Ebay. Ég ætti svosem að vita það að yfirleitt þegar ég fer á Ebay að þá enda ég með að kaupa eitthvað. Eina mínútuna var ég í sakleysi mínu að skoða sólgleraugu og það næsta sem ég veit er að ég er búin að panta og borga fyrir þessi gleraugu hér. Hvað gerðist þarna í milli tíðinni veit ég ekki alveg... En 1300 kall fyrir sólgleraugu er nú bara nokkuð gott!
Mig hefur alltaf langað í svona týpu af gleraugum en aldrei vitað hvort þau fari mér almennilega þar sem ég er með svo breitt höfuðlag. En þessi eru svona oversized og fín svo við voum að þau passi.

Annars er ég loksins komin með Instagram svo þið getið fylgt mér þar @sarahilmars. Ætla að reyna að vera dugleg að pósta myndum sem verða aðeins persónulegri og rata kannski ekki inn á bloggið. Svo tjékkið á því!

P.S. Ertu búin að taka þátt í gjafaleiknum?

No comments:

Post a Comment