Wednesday, April 18, 2012

Shop Couture - Sólgleraugu

Í dag kveðjum við kuldann og veturinn og fögnum á morgun langþráðu sumri, en á morgun er einmitt sumardagurinn fyrsti. Þá er nú ekki seinna vænna að fara að græja sig upp fyrir sólina og ég held að það sé ekki til betri leið til þess en að fjárfesta í flottum sólgleraugum. Sólgleraugu eru ekki bara til þess að vernda augun, heldur eru þau líka mikið fashion statement. Flott sólgleraugu eru tilvalin fylgihlutur til að toppa sumaroutfittið. Ef þú ert enn að leita að hinu fullkomna pari þá mæli ég með að kíkja í Shop Couture, en þau eru einmitt að fá nýja sendingu af geðveikum sólgleraugum. Þessi með keðjunni sem eru bein að ofan eru í uppáhaldi hjá mér, en þau eru mjög rokkuð og töff. Þessi á fyrstu myndinni koma svo bæði alveg svört og líka með lituðum spöngum. Svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ekki skemmir svo verðið fyrir, en þessi flottu gleraugu kosta ekki nema 990-1490! Þú færð það ekki mikið ódýrara en það :)


Þið getið séð úrvalið HÉR. Hægt er að versla  vörurnar frá Shop Couture á netinu á slóðinni
www.shopcouture.is, eða í verslun þeirra í Síðumúla 34, 108 RVK. 


No comments:

Post a Comment