Monday, January 31, 2011

Rule the world

Elska nýja dúska hálsmenið mitt! Keypt á litlar 800kr af HæHæ Hæ á facebook.. kreppuvænt og flott!
Annars eru útsölulok að hefjast á morgun og er opið til klukkan 9 annað kvöld í Smáralindinni t.d.
En ég kíkti aðeins í búðirnar í dag og flestar eru þær komnar með nokkuð góðann afslátt. Ég sá meira að segja alveg þó nokkrar flíkur sem ég væri til í að splæsa í. Ætlið þið að nýta ykkur útsölulokin?

Sunday, January 30, 2011

Everybody dies but not everybody lives

 Jakki - Warehouse / Blúndubolur & pils - Vero Moda / Sokkabuxur - Accessorize / Skór - keyptir af facebook / Eyrnalokkar - HæHæ Hæ / Hringar - Vila & Accessorize

Gróf þennan blúndubol upp í gær þegar ég var að taka til og ákvað að nota hann um kvöldið í afmæli hjá Maríu vinkonu. Alltaf gaman að finna föt sem maður var búinn að gleyma að maður ætti! Svo var ég að kaupa þessa skó af facebook, af stelpunni sem er með HæHæ Hæ síðuna. Fékk þá á litlar 2000kr! Þeir eru eins og nýjir, ekta leður og sjúúklega þægilegir. Dansaði á þeim í alla nótt án þess að finna fyrir því! Ekki slæmt það.
Ég keypti líka af henni þessa fjaðra eyrnalokka sem hún er að föndra. Er ástfangin af þeim. Hér er betri mynd, getið smellt á hana til að stækka hana:
Keypti líka sjúklega flott hálsmen sem ég get ekki beðið eftir að nota. Sýni ykkur myndir af því seinna.

En núna á ég þynnkudeit við rúmið mitt og Friends. Elska helgarfrí!

Saturday, January 29, 2011

Couture

Haute couture tískuvikan í París er nýafstaðin og var að vanda einstaklega glæsileg. Ég hef persónulega aldrei verið mikið fyrir haute couture, finnst skemmtilegra að skoða prêt à porter línurnar, en það er samt alltaf gaman að sjá alla þessa fínu kjóla. Í haute couture línunum finnst mér líka listin fá að njóta sín mikið meira. Hér koma nokkrar myndir af því sem mér fannst standa uppúr frá sýningunum.


Ég elska litina hjá Elie Saab og brúðarkjóllinn er to die for! Blómin eru líka svo falleg, en hann notaði þau mikið í kjólana í ár.

Í heildina var ég ekkert að missa mig yfir Jean Paul Gaultier línunni, en það voru ákaflega flottur flíkur þarna inná milli. Gaultier sagði línuna vera 'punk couture' sem hún var svo sannarlega. Maður sér samt mjög sterk frönsk áhrif í línunni og það sannast enn og aftur hversu rosalega fær klæðskeri Gaultier er. Mér fannst Lindsay Wixon vera ótrúlega flott í sýningunni og Andrej Pejic tók sig vel út í brúðarkjólnum.

Valentino línan var í einu orði sagt fullkomin! Þó að litirnir og kjólarnir hafi verið frekar látlausir, þá var eitthvað við sniðin og detailin í kjólunum sem var bæði tælandi og kynþokkafullt. Þau Pier Paolo Piccioli og Maria Grazia Chiuri eiga hrós skilið fyrir þessa línu!

Dior sýningin var eins og eitt stórt vatnslita málverk, enda fékk Galliano innblástur frá teikningum René Gruau, sem var myndskreytir fyrir Dior merkið á fimmta og sjötta áratugnum. Andstæður lita og ljóss ásamt efnunum og bróderingunum, gerðu þessa línu með þeim flottari sem komið hefur frá Galliano.

Givenchy línan var aðeins og fríkuð fyir minn smekk, en þessir kjólar eru samt ekkert nema listaverk. Eitt outfit tók ekki nema 2000 klukkutíma í að skera og 4000 klukkutíma að sauma! 

Annars fannst mér ekki mikið varið í Chanel eða Alexis Mabille línurnar. Litirnir hjá Armani Privé voru geðveikir og ósamhverfan í fötunum hjá Bouchra Jarrar heppnaðist rosalega vel.
Hverjar voru uppáhalds línurnar hjá ykkur?

Friday, January 28, 2011

Rocketeer


Blogga almennilega á morgun. Lofa! Búið að vera kreisí busy vika en er loksins komin í helgarfrí! Whoop!
Stay tuned fyrir awsome færslu á morgun.

Monday, January 24, 2011

The sound of missing you

Okei ekki besta myndin, i know, en you get the idea. Skellti þessu fallega skrauti uppá vegg hjá mér um helgina. Þetta lítur út eins og einhver hönnun, en í raun og veru þá er þetta bara jólaskreytingin sem var í glugganum í vinnunni! Það átti að henda þessu núna eftir jólin en ég fékk að hirða það.. svo tekur þetta sig bara svo vel út fyrir ofan rúmið mitt. Eða hvað finnst ykkur?

Dúskahálsmen og fjaðraeyrnalokkar gerðir af HæHæ Hæ,
Fölbleikt fléttuhárband gert af HSJ Design

Nokkrir hlutir sem ég er búin að panta mér síðustu vikur. Er soldið að missa mig í fléttum og fjöðrum þessa dagana hehe Set inn myndir þegar ég er komin með þetta í hendurnar :)

Sunday, January 23, 2011

Neon

 Nýji uppáhalds varó. Neon Pink 59 frá The Body Shop. Love it!
 Jakki - Warehouse / Blúndu bolur - H&M / Buxur - Vero Moda
 Nokkrar myndir frá gærkvöldinu. Fór á smá tjútt með fallegasta fólkinu mínu og átti æðislegt kvöld. Þrátt fyrir smá klaufaskap á minni þar sem ég vaknaði með fjórfalt og fjólublátt hné eftir að hafa knúsað götuna smá í nótt..vel gert!
Á morgun ætla ég að sýna ykkur smá DIY sem ég gerði í gær.. stay tuned folks! 


Thursday, January 20, 2011

Space bound

 Var í þessu outfitti á þriðjudaginn. Jakki & bolur - Sautján / Belti - Zara / Leggings - Vila / Snood - Álnavörubúðin / Skór - Focus
 Þurfti að skila jakkanum sem ég keypti í Vila um daginn af því hann var gallaður. Svo ég valdi mér þennan í staðinn. Hann er ekki svona glansandi eins og hann virðist á myndinni, en ég er mjög sátt við hann. Er soldið að missa mig í camel litnum þessa dagana!
 Nýr hringur - Vila
Er soldið að gæla við að fjárfesta í þessari mega krúttlegu tösku. Það er líka löng keðja á henni. Fæst í Accessorize.

 Frekar glötuð færsla. Er alveg búin á því eftir þessa vinnuviku! En nú tekur við helgarfrí og við ætlum að fagna því á laugardaginn með smá tjútti. Gleði gleði!

Wednesday, January 19, 2011

In the nude

Vortískan í ár er full af litum og svartur er alveg out! Svo fyrir okkur íslensku konurnar sem erum svo fastar í því að klæðast alltaf svörtu er þessi tíska ekki alveg að gera sig. En ef að þú ert ein af þeim sem ert ekki mikið fyrir sterka liti þá eru ljós brúnir og húðlitaðir tónar góð leið til að brjóta upp svörtu fötin í vor.

Chloe
Hermés
3.1 Phillip Lim
Alexander Wang
Marc Jacobs
Lanvin
Lanvin