Saturday, March 31, 2012

Stars and stripes


Stundum getur maður sko grætt á Ebay. Þessar elskur fást á 1500kall HÉRNA.
Ég er svo skotin í öllu með ameríska fánanum á þessa stundina og held að þessar verði
geðveikar til að poppa upp plain outfit.
Hlakka til að fá þær í hendurnar!

P.S. Ekki gleyma að taka þátt í gjafaleiknum!

At the airport


Tók skyndiákvörðun í gær og ákvað að taka hoppflug suður í dag. Svo ég sit hérna uppi á flugvelli að bíða eftir vélinni. Hlakka svo til að komast heim! 



Published with Blogger-droid v2.0.4

Friday, March 30, 2012

You can leave your hat on

Hattur & peysa - Lindex / Stígvél - Focus

Þægilegt, casual outfit í dag.
Elska þessi stígvél. Það sést kannski ekki nógu vel á myndinni (þarf að eignast betri myndavél.. og einhvern til að taka myndir af mér..ég veit, ég veit!) en þau ná alveg upp fyrir hné. Ég keypti þau fyrir jólin 2010 og þó að þau séu ekki ekta leður að þá sér ekki á þeim þrátt fyrir mikla notkun. Ég elska það þegar maður dettur niður á svona góð kaup.

Annars fór gjafaleikurinn minn rosalega vel af stað! Gaman að sjá hversu margir eru nú þegar búnir að taka þátt og hvað margir eru búnir að skilja eftir falleg komment, takk fyrir það!
Ef að þið eruð ekki búin að taka þátt, þá getiði farið inn á Facebook og það eina sem þið þurfið að gera er að like'a síðuna, kvitta við myndina af því sem því sem ykkur langar í og deila svo síðunni (eða myndinni, það er líka nóg). Svo er ekkert sem bannar það að deila og kvitta oftar en einu sinni og auka þannig líkurnar á því að vinna ;)

Thursday, March 29, 2012

Giveaway!

Ég ákvað að vera með smá gjafaleik í tilefni þess að Style Party varð 2 ára núna 26.mars sl.
Er með þessa tvo flotta vinninga í boði og það eina sem þú þarft að gera er að fara inná Facebook síðuna, like'a hana, kvitta við myndina af þeim hlut sem þig langar í og deila svo síðunni (eða myndinni, það virkar líka). Vinningshafar verða tilkynntir 13.apríl nk.
Ég vil með þessu þakka ykkur öllum sem hafa fylgt mér síðustu 2 árin, þetta væri ekki hægt án ykkar!
Það er svo gaman að fá öll kommentin frá ykkur og að hafa fengið að hitta sum ykkar, það er alveg ómetanlegt og gerir þetta svoooo þess virði!

P.S. Minni á outfit færsluna frá því í morgun!

Pink lips

Jakki - Vintage / Bolur - Gina Tricot / Buxur - Asos / Skór - H&M / Taska - Accessorize

Fór svona út að borða í hádeginu á þriðjudaginn.
Gamla og nýja stjórn Kumpána kom saman og við fögnuðum stjórnarskiptunum með delish máltíð á Strikinu.
Það er búið að vera svo hlýtt og gott veður hérna á Akureyri undanfarið.. vona að það haldist þannig og
að vorið sé bara komið. Elska að geta farið út á bol og sandölum!

P.S. Í tilefni þess að Style Party varð 2 ára þann 26.mars að þá er ég með smá gjafaleik í gangi inná Facebook síðunni minni. Tveir vinningar eru í boði og það eina sem þarf að gera er að like'a síðuna, deila henni og kvitta svo við myndina af þeim hlut sem þig langar í. Vinningshafar verða tilkynntir 13.apríl nk.

Wednesday, March 28, 2012

Vintage

Jakki - Vintage / Buxur - Vero Moda

Keypti þennan jakka um daginn á uppboði á 1500 kall.
Ekki mikill peningur fyrir svona fínan jakka, en ég er algjör sucker fyrir svona vintage jökkum.

Ég tók þá skyndiákvörðun áðan að skreppa suður um páskana. Verður yndislegt að komast aðeins
heim og knúsa allt uppáhalds fólkið mitt! Get ekki beðið!

GS Skór

Mynd: GS Skór

Hvað finnst ykkur um þessa frá GS?
Sé að það eru skiptar skoðanir um þá á facebook, enda minna þeir óneitanlega á gömlu góðu Buffalo skónna.. Mér finnst þeir persónulega geðveikir! En get líka skilið að þeir séu ekki allra..
Hvað finnst ykkur?


Tuesday, March 27, 2012

Inspiration dagsins


Er á fullu að læra fyrir þroskasálfræði próf svo ég mun ekki setja inn outfit færslu fyrr en á morgun.
Stay tuned!

Sunday, March 25, 2012

Denim on Denim

Jakki - Vintage / Bolur - Gina Tricot / Buxur - Asos / Skór - Galleri Stelpur

Kósý dagur í dag með kaffi og smá lærdóm.
Eigið góðan sunnudag!


Saturday, March 24, 2012

Leather & mint

Leðurjakki - Imperial / Bolur - Gina Tricot / Buxur - Asos / Skór - JC Lita

Outfit frá því á fimmtudagskvöldið. Notaði nýju buxurnar í fyrsta sinn og ég verð
að segja að ég er ástfangin af þeim!
Fór á kosningakvöld Kumpána þar sem kosin var ný stjórn.
Það var soldið sorglegt að þurfa að víkja úr gömlu stjórninni en árið hefur verið eitt það skemmtilegasta
sem ég hef upplifað þökk sé Kumpána. En ég er ekki alfarin þar sem ég mun sitja í skemmtinefndinni á næsta ári fyrir hönd Kumpána sem mun verða æðislegt :) Skemmtilegir tímar framundan!

SH

The joker's wild


Vogue UK April 2012.
Elska allt við þennan myndaþátt.. conceptið, stíliseringuna, make-upið, fullkomið!


SH

Símalíf #3


Það er yndislegt veður hérna á Akureyri núna!
Ég byrjaði daginn á þvi að borða morgunmatinn úti á svölum og sit núna hérna úti að njóta blíðunnar.
Frábær dagur í vændum og vona að hann verði ykkur öllum góður!

Góða helgi!


SH

Friday, March 23, 2012

New in: Asos

Jakki - Galleri 17 / Bolur - Zara / Buxur - Asos / Skór - Vintage

Þá er ég loksins búin að fá sendinguna mína frá Asos.
Eins og þið munið kannski að þá pantaði ég mér þessar buxur og aðrar svartar.
Er rosalega ánægð með þær og þær passa báðar fullkomlega. Win!
Þessar eiga eftir að verða fullkomnar í sumar :)

SH

Sunday, March 18, 2012

Spring essentials


Mig vantar svo hvítan blazer! Hef langað í slíkan allt of lengi..
Held að það sé málið að fjárfesta í einum fyrir sumarið.



SH

Friday, March 16, 2012

Símalíf #2

#1. Meistara morgunmatur
#2. Fátt betra en reunion með gömlum vinum
#3. Nýjasta viðbótin á heimilinu
#4. Kanilsnúðar og te í skemmtilegum bolla gerir lærdóminn aðeins skemmtilegri


SH

Thursday, March 15, 2012

Pink+White

Bolur - Gina Tricot / Buxur - Vero Moda

Þið afsakið bloggleysið undanfarna daga. Hef bæði verið á milljón í skólanum og hef líka
bara verið eitthvað hálf andlaus. En ég er komin aftur og ætla að reyna að sinna þessu bloggi betur!
Ég valdi þetta outfit í dag þar sem ég var með vor í hjarta og var ekki alveg að meika þennan snjó úti.
Mikið óskaplega get ég ekki beðið eftir vorinu!
Keypti þessari buxur í fyrra sumar en notaði þær ekki mikið þá. Ég sé að þær ganga sko vel núna
í sumar líka og ég hlakka til að geta notað þær oftar.


SH

Thursday, March 8, 2012

Vintage leather


leðurjakki - vintage / bolur - zara / stuttbuxur - cut offs / taska og hálsmen - accessorize

Ég var að setja inn albúm á facebook síðunni minni með nokkrum skóm sem ég er að spá í að taka til sölu.
Endilega tjékkið á því og kvittið við ef þið sjáið eitthvað sem ykkur líst á!
Þið getið fundið albúmið HÉRNA


SH

Tuesday, March 6, 2012

Leopard & Denim

jakki - vintage / bolur - gina tricot / leggings - h&m / úr - casio

Ég virðist loksins loksins vera stigin upp úr þessum ljótu veikindum. Mikið var!
Ömurlegar svona flensur.
En annars er það bara frekar basic, kósý outfit í dag.
Elska þetta combo, plain bolur, gallajakki og flottar leggings/sokkabuxur við til að poppa þetta upp.
Þægilegt og einfalt, einmitt eins og ég vil hafa það!


SH

Monday, March 5, 2012

W Korea March 2012


Elska þennan myndaþátt, hann alveg öskrar vor!
Það verður gaman að sjá alla þessa pastel liti koma inn með hlýnandi veðri.

Ég kem vonandi með outfit færslu á morgun. Er enn hálf lasin svo að ég er bara föst í náttfötunum sem eru lítið spennandi til birtingar á netinu.

Facebook  Bloglovin
 
SH

Helgarfærsla


#1 - Nýbakaðar bláberjamuffins
#2 - Besta nemendafélagið í HA
#3 - Frábær árshátíðar matur
#4 - 50's þema

Átti æðislega helgi þar sem var skellt sér á árshátíð HA.
Það var 50's þema sem var rosalega skemmtilegt, enda er aldrei leiðinlegt að fá tækifæri til að vera með rauðan varalit, perlur og túberað hár!


SH

Thursday, March 1, 2012

Flower power


Ég er að elska blómamunstur fyrir sumarið og þá sérstaklega í buxum.
Hef séð flottar blómabuxur t.d. hjá Asos, Vila og Lindex.
Hvað finnst ykkur um þetta trend?


SH

Fav


Nokkur uppáhalds outfit frá síðustu dögum.
Hvert er þitt uppáhald?