Monday, April 2, 2012

Dots and knits

Peysa & Skyrta & Buxur - Vero Moda
Þið afsakið draslið í herberginu, það er svona að búa uppúr ferðatösku þessa dagana!

Ég fattaði það ekki fyrr en þegar ég fór að skrifa þessa færslu að það mætti halda að ég væri að fá spons frá Vero Moda, þar sem ég er í öllu frá þeim í dag!
Annars er ég komin suður og tók góðan stelpudag í höfuðborginni í gær með bestu minni. Fórum m.a. í Kolaportið þar sem ég fékk þessa fínu peysu á 500kr! Er búin að vera að leita að svona ljósri, síðri prjónapeysu svo lengi en hef aldrei fundið neina á nógu góðu verði. Svo þetta voru klárlega góð kaup!
Féll svo alveg fyrir þessari skyrtu í Vero Moda, hún er svo létt og þægileg og á eftir að verða fullkomin í sumar.
Annars mun þetta páskafrí bara einkennast af lærdómi og meiri lærdómi. Get ekki beðið eftir að þessi önn sé búin!

P.S. Ekki gleyma að taka þátt í gjafaleiknum!

No comments:

Post a Comment