Monday, April 30, 2012

Shop Couture - Nýtt skart!

Ég bara verð að sýna ykkur flotta skartið sem er að koma í Shop Couture í dag. Svo mikið af allskonar fínu og ég sit alveg veik að skoða þetta allt! Hér er smá brot, þó það sé erfitt að velja úr!

Þið sem eruð að fylgja mér á Facebook vitið að ég er er soldið að missa vatnið yfir þessu hálsmeni. Það er í algjöru uppáhaldi úr nýju sendingunni! Elska svona skartgripi sem eru í senn statement hlutir en samt svona einfaldir og chic. Þetta er líka hlutur sem passar gjörsamlega við allt.. einfaldan bol og gallabuxur, skyrtur, kjóla.. name it! Ahh love it! Það kostar 1190kr.

Þessir eru tveir af uppáhalds hringunum mínum úr þessari sendingu. Þeir eru báðir á litlar 990kr. Mér finnst knuckle hringir ennþá ógeðslega töff. Þegar kemur að skarti finnst mér flottast að vera með áhersluna á einum stað, eins og að vera með statement hálsmen og vera þá með lítið af öðru skarti eða að vera með mikið af armböndum og hringum og sleppa þá að vera með hálsmen. 

Shop Couture mun svo fá aðra sendingu með enn meira af flottu skarti núna í vikunni, hlakka til að sýna ykkur það! Fyrir þá óþolinmóðu þá getiði séð það sem er væntanlegt HÉRNA.

No comments:

Post a Comment