Wednesday, April 25, 2012

Shop Couture - Fylgihlutir

Tekið með Instagram. Fylgið mér @sarahilmars

Er eiginlega aðeins of spennt yfir þessum nýju fylgihlutum! Hversu sjúkir eru þessir hringar??
Svona krossa hringar (og eiginlega allt með krossum) hefur heldur betur verið vinsælt síðustu mánuði en fyrir mér er þetta klassískt trend. Finnst mjög kúl að nota svona grófa skartgripi til að poppa upp kjóla og svona fínni outfit. 
Ég held að nýjasta æðið mitt séu sólgleraugu. Ég elska að eiga allskonar mismunandi týpur af sólgleraugum til að nota við mismunandi outfit. Mér hefur alltaf fundist sjúklega töff að vera með svona keðju á gleraugunum en einhvernveginn aldrei keypt mér þannig sjálf. Svo ég veit að þessi eiga eftir að verða mjög mikið notuð í sumar. Ég vil þakka Shop Couture enn og aftur fyrir þessa sendingu! 


No comments:

Post a Comment