Friday, April 13, 2012

Shop Couture - Ný föt!

Á miðvikudaginn kynnti ég fyrir ykkur brot af nýrri sendingu af skarti sem er að koma í Shop Couture. Færslan fékk mikla athygli og í dag vil ég gleðja ykkur með nokkrum myndum af fallegu fötunum sem eru væntanleg í verslunina á mánudaginn! Shop Couture fær reglulega nýjar sendingar af skarti og fötum og er alltaf með það nýjasta í tískunni á frábæru verði. Hér er brot af nýjustu sendingunni.

Röndóttar flíkur eru mjög mikið inn um þessar mundir. Þær voru mjög heitar síðasta sumar og virðast ætla að vera það aftur í ár. 

Samfellur eru alltaf flottar og þægilegar. Shop Couture er með rosalega gott úrval af allskonar æðislegum samfellum. Það er flott að mixa þær við þröngar gallabuxur eða stuttbuxur. 

Svokallaðir bralets eða stuttir toppar, oft með vírum undir brjóstin, urðu ótrúlega vinsælir síðasta sumar og vinsældir þeirra hafa ekkert minnkað. Mjög flottir við upphá pils eða buxur þannig að það sjáist aðeins í magann, passið bara að láta ekki sjást í naflann, því þá eruði að sýna of mikið. Við viljum skilja eitthvað smá eftir for the imagination ;) Þessi toppur kemur líka í röndóttu. 


P.S. Gjafaleiknum lýkur í KVÖLD klukkan 8! Ert þú ekki örugglega búin að taka þátt?


No comments:

Post a Comment