Thursday, April 12, 2012

Að lifa draumnum

Peysa og bolur - Vero Moda

Kósý outfit í dag í stíl við kósý dag. Er að reyna að koma mér í ritgerðarskrif en hugurinn er bara allt annar staðar. Það eru miklar breytingar í vændum sem komu til nokkuð skyndilega svo ég held að ég þurfi aðeins að stoppa til að anda og átta mig á öllu.
Ég hef ákveðið að hætta í háskólanum. Í kjölfarið af því höfum við ákveðið að flytja aftur suður og ég ætla í stílistanám í Fashion Academy í haust. Ég áttaði mig bara einn daginn á því af hverju ég var búin að vera svona vansæl hérna. Þetta nám hentar mér engan veginn og ég fattaði að ég var að gera þetta fyrir alla nema sjálfan mig. Ég fattaði að ef að ég ætlaði að gera það sem ég vildi í raun gera við líf mitt, að þá þyrfti ég að gera það núna. Og ég er svo óhemju ánægð með þessa ákvörðun og hreinlega get ekki beðið eftir haustinu.
Það er kominn tími til að láta drauminn rætast! :)

P.S. Gjafaleiknum lýkur annað kvöld! Ert þú ekki örugglega búin að taka þátt?

5 comments:

 1. Vá hvað eg er sammála þér, var einmitt að breyta um hvað ég ætla að fara að læra og er svo spennt! Maður á alltaf að fylgja draumnum.

  x
  www.shades-of-style.com

  ReplyDelete
 2. Vá æðislegt:D þú átt eftir að verða frábær stílisti miðað við bloggið þitt:)

  ReplyDelete
 3. Flott hjá þér, maður á að fylgja hjartanu! Gangi þér vel :)

  -Karitas

  ReplyDelete
 4. Til hamingju með þessa ákvörðun ! - Spennandi :)

  ReplyDelete