Monday, April 16, 2012

Nýtt frá E.L.F.

Á föstudaginn síðasta fékk ég pakka í póstinum frá E.L.F. Ég er ótrúlega spennt að sýna ykkur hvað leyndist í honum! Í pakkanum var varalitur í litnum Sociable og tvær augnskuggapallettur, Day 2 Night og Drama. 


Ég nota yfirleitt bara augnskugga þegar ég er að fara eitthvað út, á djammið eða eitthvað fínna, og þá mála ég mig yfirleitt með smokey förðun. Þessir litir henta einmitt fullkomlega í það. Ég notaði Day 2 Night á laugardagskvöldið og tók mynd til að sýna ykkur útkomuna.

Elska þessa brúnu tóna! Drama er svo með hvítan, gráan, silfurlitaðan og svartan lit í pallettunni og er fullkominn fyrir smokey lúkk. Finnst svo flott að blanda saman svörtum og silfurlituðum.

Ég var sko heldur ekki fyrir vonbrigðum með varalitinn. Hann er soldið harður, sem kannski ekki allir myndu fýla, en mér finnst það eiginlega þægilegra. Finnst ég þá stjórna betur hversu mikill litur fer á varirnar. Hann er soldið mattur sem ég er mjög sátt með en með smá glimmeri í svo það kemur flottur glampi á varirnar í ljósi. Svo skemmir ekki fyrir hvað það er hrikalega góð lykt af honum, ég nefnilega þoli ekki varaliti sem eru með svona 'gervibragði', það minnir mig bara á svona leikfanga snyrtidótið sem maður lék sér með sem krakki.. sem er ekki gott!
Hann er svona bleikrauður, ofboðslega fínn litur og fullkomin fyrir sumarið! Þessi fær 10 í einkunn frá mér!


Ef þið hafið áhuga á að versla þessar vörur að þá eru bæði augnskuggarnir og varaliturinn úr Essential línunni sem þið getið skoðað HÉR.
Ég vil svo þakka Eyes Lips Face fyrir þessa frábæru sendingu!

2 comments:

  1. Einmitt líka búin að kaupa mér Sociable, rosa fínn!!

    ReplyDelete
  2. Vá ekkert smá flott!

    x
    www.shades-of-style.com

    ReplyDelete