Thursday, December 30, 2010

Tommy Ton's 2010 Best-Dressed List

Bloggarinn og ljósmyndarinn Tommy Ton gaf á dögunum út lista yfir best klædda fólkið árið 2010 að hans mati. Það var gaman að sjá að hann sleppti öllum leikurum og söngvurum og hélt sig í staðinn við fólk sem hefur alvöru tengsl við tískuheiminn. Ritstjórar, aðstoðarmenn þeirra og stílistar eru hvað mest áberandi á þessum lista. Aðeins einn tískubloggari (Guerre sem heldur úti blogginu Swagger360) komst á listann. Hér er hann annars í heild sinni:

Giovanna Battaglia
Leigh Lezark
Vika Gazinskaya
Emmanuelle Alt
Michelle Harper
Yasmin Sewell
Miroslava Duma
Milan Vukmirovic
Anya Ziourova
Susan Cernek
Viviana Volpicella og Aurora Sansone
Caroline Sieber
Marina Munoz
Nickelson Wooster
Taylor Tomasi-Hill
Joseph Altuzarra og Vanessa Traina
Hanne Gaby Odiele
Guerre
Shala Monroque
Anna Dello Russo

 
P.S. Frábært að fá svona mikil viðbrögð við síðustu færslu, endilega keep it coming! :)

Wednesday, December 29, 2010

Bold

Er það bara ég.. eða er eitthvað fáránlega svalt við þetta outfit? Ég gef honum kudos fyrir að vera í hælum (sem ég hélt, for a split second, að væru Lita!).. og púlla það! Strákar í hælum, thoughts?

Monday, December 27, 2010

I like my beat fast and my bass down low

 Outfit dagsins (plús rauða H&M taskan sem sést hérna fyrir neðan).. Leðurjakki - Sautján / Toppur - H&M / Leggings - Vero Moda / Skór - Bullboxer / Eyrnalokkar - Accessorize / Varalitur - Nivea í Chocolate Equis

 H&M
 H&M

Hérna er outfit dagsins plús nokkrar jólagjafir. Fékk töskuna og bolinn frá systur minni og manninum hennar. Bókin er svo frá bróður mínum og kærustunni hans. Bókin er æði, full af geðveikum myndum..mun sko pottþétt nota þær sem innblástur!
Fór annars í smá verslunarleiðangur í dag og þetta er það sem ég tók heim með mér..

 Blúndu skyrta með slaufu um hálsinn
Æðislegar buxur/leggingsí reiðbuxna stíl. Love them!

Er rosa ánægð með þessar flíkur og held að þær eigi pottþétt eftir að vera mikið notaðar. Annars verður soldið mikið að gera hjá mér þessa vikuna.. bæði vinna og svo er loksins komið af hinum langþráða fluttning í bæinn. Svo bear with me, ef að það verður kannski ekki mikið um blogg næstu daga.. reyni annars mitt besta við að henda nokkrum færslum hingað inn! :)

Sunday, December 26, 2010

Stereotype


“Þú ert svona ‘Týpa’..’ Þessa setningu hef ég mjög oft fengið að heyra. Íslendingar eru mjög duglegir við að flokka fólk eftir ákveðnum staðalímyndum, allt eftir því hvernig fólk klæðir sig og hér á landi eru tveir útlits flokkar mjög ríkjandi. Þeir eru ‘Týpan’ og ‘Skinkan’.

Týpan: Til eru tvær gerðir af týpunni, 101 Týpan og Versló Týpan. Týpan hefur mjög persónulegan stíl og er ekki hrædd við að sýna hann. 101 Týpan er með puttann á púlsinum hvað varðar tísku og tónlist og er mjög fær í að blanda saman vintage fötum og nýjum. Hún þolir ekki FM957 og notar hvert tækifæri til að koma skoðunum sínum á Friðrik Dór og hinum ‘Hnökkunum’ á framfæri. Hún vill frekar eyða tíma sínum inni á kaffihúsum og á tónleikum og finnst 101 vera svalasta hverfið.
Versló Týpan elskar að fara til útlanda og verslar helst í búðum erlendis eins og H&M og hérna heima á hún allt það nýjasta í Topshop og Zara. Reynir að vera soldið ‘artý’ en er oft ruglað saman við Skinkurnar.

Skinkan: Ljósabekkir, brazilian tan og sólarpúður eru bestu vinir Skinkunnar. Skinkan elskar að versla í Gallerý 17 og Kiss og amerískum búðum eins og Abercrombie & Fitch, Hollister og Victoria’s Secret. Þær eiga Adidas peysur í öllum regnbogans litum og þú ert ekki maður með mönnum nema að eiga allavega eitt par af bæði Carhart og Diesel buxum. Litað hár (hvítt eða svart), hárlengingar og gelneglur toppa svo lúkkið. FM957 er eina útvarpsstöðin sem vert er að hlusta á og það er enginn sætari en Justin Bieber.

Það má nefna fleiri flokkar en þessir eru að mínu mati mest áberandi þegar kemur að fatavali fólks hér á landi. Að sjálfsögðu eru þetta annars mjög ýkt dæmi.
Ég hef mjög oft verið spurð hvort að ég sé nú samt ekki smá skinka í mér, þar sem ég á t.d. föt úr Sautján og hlusta m.a. á FM957. Það er s.s. alveg bannað að blanda þessum tveimur flokkum saman. Hvernig get ég verið tískubloggari og keypt mér föt í Kolaportinu þegar ég kann svo textann við lag eftir Justins Bieber?
Mér finnst svona þröngsýnt hugarfar mjög leiðinlegt. Af hverju má maður ekki bara vera eins og maður er? Það er bara gaman að hafa fjölbreytileika í þjóðfélaginu og geta séð allskonar týpur út á götu. Ef að mér langar að vera í Diesel buxum einn daginn og vintage kjól úr Spútnik þann næsta, þá geri ég það! Skítt með þessar staðalímyndir, vertu í því sem þér líður vel í og umfram allt, vertu þú sjálf/ur!


Saturday, December 25, 2010

Festive

 Aðfangadagur.. Jakki & Kjóll - Warehouse / Sokkabuxur - Accessorize

Jóladagur (rosalega uppsett mynd e-ð..haha).. Jakki - Warehouse / Kjóll - Vila / Leggings - Vero Moda / Skór - Focus

Er búin að eiga alveg yndisleg jól. Það þarf að rúlla mér á milli herbergja, er búin að borða svo mikið! haha
En ég fékk alveg æðislegar gjafir og er svooo ánægð! Kem með jólagjafa færslu seinna :)
Vona að allir hafi átt jafn góð jól og ég!

Friday, December 24, 2010

Merry Christmas!

Mér langar að óska öllum lesendum mínum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Eigið yndislega hátíð og hafið það sem allra allra best!
Vona að þið fáið fullt af góðum mat og allt sem þið óskuðuð ykkur í jólagjöf :)

I want to wish my readers from all over the world a very merry christmas and a happy new year.
Have a wonderful time over the holidays!
Hope all of you get to eat some good food and get everything you asked santa for :)
Christmas wish


Balmain kjóll
Yves Saint Laurent Tribtoo skór
Marc by Marc Jacobs Totally Turnlock Magazine taska
Topshop double finger hringur
MAC Viva Glam varalitur

Hið fullkomna jóla outfit! Ég þarf að fara að vinna í lottó..

Monday, December 20, 2010

Útskrift!


Kjóll & Jakki - Warehouse / Sokkabuxur - Accessorize / Skór - Focus
 Hamingjusamar stúdínur!
 Ég og besta mín
 Tvær útskriftargjafir.. Skartgripatré og bók um tísku! Æðislegar gjafir!
Myndin mín í árgangabókinni okkar.. haha ég hló!

Loksins loksins! Eftir mikið erfiði og miklar efasemdir á tímum, er ég loksins orðin stúdent! Dagurinn var æði í alla staði.. Athöfnin gekk rosalega vel og svo eyddi ég deginum í faðmi fjölskyldu og vina. Fékk frábærar gjafir og fullt fullt af kossum, knúsum og hamingjuóskum (m.a. frá fullt af ókunnugu fólki niðrí bæ! haha).
S.s. alveg yndislegur dagur! Nú tekur bara við jólaösin í vinnunni ásamt því að klára jólagjafirnar og jólahreingerninguna. Bara 4 dagar í þetta krakkar!

Thursday, December 16, 2010

Mohawk

Fallegustu skór í heimi. YSL Palais Mohawk suede pumps. Kosta litlar 103 þúsundir á Net-a-porter.
Kæri jólasveinn..

 

Wednesday, December 15, 2010

Them boys

Hvað er það við flott klæddann karlmann sem er svona hrikalega sexy? Það að gaurinn sýni fram á að hann nennir að eyða tíma í að pæla aðeins í útlitinu og er ekki hræddur við að hafa persónulegan fatastíl, það er stór plús í mínum bókum! Strákur með flottann persónulegan stíl er eitthvað sem lætur mig líta tvisvar við. Elska sérstaklega stráka sem kunna að klæða sig upp. Ekki bara að hoppa í hreint par af Carhart buxum, heldur að eiga falleg jakkaföt og fínan frakka. Svona Chuck Bass týpan. Já takk!