Wednesday, April 11, 2012

Shop Couture - Nýtt skart

Ef það er eitthvað sem ég elska álíka mikið eins og að versla mér föt og skó, þá er það að versla skartgripi. Eftir að hafa unnið í skartgripaverslun á ég ótrúlega mikið af skarti (fyllti einn kassa þegar ég flutti norður, er það slæmt?) en finnst ég alltaf geta bætt meiru við. Mér finnst svo gaman að kaupa eitthvað nýtt og fallegt og finna mismunandi leiðir til að stæla skartið við fötin. Oft finnst mér líka maður geta fengið alveg nýja flík með því að aðeins bæta við nýju hálsmeni. 

Verslunin Shop Couture er með rosalega gott úrval af flottu skarti og það sem er heitast í tískunni að hverju sinni. Ný sending er nú væntanleg af æðislegu skarti og mig langar að deila með ykkur smá broti af því sem er að koma. 

 Shop Couture er með mikið úrval af choker hálsmenunum sem hafa verið svo vinsæl upp á síðkastið. Þetta hálsmen kemur bæði í gull og silfur. Elska áferðina á því!

Þessir flottu krosseyrnalokkar eru ótrúlega rokkaðir og töff. Mér finnst samt líka flott að nota þá við fínni kjóla til að poppa þá aðeins upp. 

Ég hef ekki séð svona hárkeilur áður hérna á Íslandi og er því mjög spennt að prófa þær. Ótrúlega flott að nota þær í háu tagli eða hliðartagli eða líka að hafa taglið svona neðarlega á hnakkanum eins og sýnt er á myndinni. Ótrúlega stylish fylgihlutur í hárið.

Þið getið verslað vörurnar á
www.shopcouture.is eða í Síðumúla 34,  108 Reykjavík. 


P.S. Aðeins 2 dagar eftir af gjafaleiknum! Ert þú búin að taka þátt?

2 comments:

  1. Vá geggjað hálsmenið, veistu hvenær þessar vörur koma? :)

    ReplyDelete
  2. Þær eru væntanlegar á föstudaginn! :)

    ReplyDelete