Friday, November 30, 2012

Varalitagleði


Ég elska varalitina frá Golden Rose. Þetta er frekar ódýrt merki en varalitirnir frá þeim eru æði! Ég keypti mér einn fyrir norðan í fyrra, algjört impulse buy, en hann endaði með að verða minn allra uppáhalds varalitur. 
Ég var búin að ákveða að kaupa mér rauðan varalit frá þeim þar sem ég er á leiðinni á jólahlaðborð í kvöld. Ég var svo stödd í heildsölunni S. Gunnbjörnsson í gær og sá að þeir eru akkurat með Golden Rose vörurnar. Svo ég var ekki lengi að pikka upp einn rauðan og flottan.. og ekki verra að fá hann á heildsöluverði!

Þessi er númer 48, það er smá orange í honum sem mér finnst gera svo fallega rauðan lit. Hann er ekki of glansandi sem mér finnst plús því ég vil hafa varalitina mína frekar matta.
Ég prófaði hann aðeins í gær og first impression var mjög gott! Hlakka til að nota hann í kvöld og sjá hversu lengi hann endist. En sá sem ég keypti í fyrra endist alveg endalaust á manni, svo ég vona að þessi sé eins.

Eigið góða helgi elskurnar!

Sunday, November 25, 2012

Fallegar kápur

 H&M

Ég er alveg sjúk í fallegar kápur þessa dagana. Það er eitthvað svo kvennlegt og klassískt við vel sniðnar kápur. Svo eru þær auðvitað mjög góðar í kuldanum sem ríkir þessa dagana, sem er alls ekki verra. Það er einmitt ekkert smart við það að vera illa klæddur og blár af kulda í frostinu! Það er líka svo létt að finna fallegan OG hlýjan fatnað.
Hér eru nokkrar kápur sem að ég væri alveg til í að eiga inn í skáp.

H&M


 BikBok


 Topshop

 Topshop


Jólin og náttúran


Okei þetta er í síðasta sinn sem ég pósta myndum af þessu litla jólahorni hjá mér enda kláraði ég það í dag. En þið sem hafið verið að fylgja mér á Instagram hafið fengið að sjá ófáar myndirnar af því hvernig þetta horn hefur þróast hjá mér. 
Við fundum þessa fínu grein út í bílsskúr og ég vissi strax hvað ég gæti notað hana í. Skellti henni upp á vegg með smá snæri og hengdi svona fínt jólaskraut á hana og voilá! Er hún ekki bara fín? :)
Stjarnan og jólatréð er jólatrésskraut úr Ilvu og hjartað var gjöf frá mömmu, keypt í Evítu á Selfossi. Það er ekkert endilega neitt jóla, en fannst það koma vel þarna út. Sammála?

Í vikunni mun ég svo fara í það að klára að skreyta. Ég er eiginlega vandræðanlega spennt fyrir því, enda jólabarn í húð og hár! Þetta er klárlega besti tími ársins :)

Saturday, November 24, 2012

Fyrsta jólagjöfin

Hafiði lent í því að fara inn í verslun, sjá eitthvað fallegt.. og það næsta sem þið vitið að þá eruð þið á leiðinni út með flíkina í poka? Það gerðist fyrir mig í dag. Ég kíkti í sakleysi mínu inn á H&M og sá að það var útsala í gangi. Sá þar ótrúlega fallega kápu sem ég hafði séð áður en fundist hún þá vera of dýr. Hún var núna komin á útsölu á litlar 4000kr. Það næsta sem ég veit er ég búin að borga og staðfesta pöntunina. Veit ekki alveg hvað gerðist þarna á milli..
En ég blikkaði kæró aðeins og ég fæ kápuna í jólagjöf! Mikið er ég ánægð :) Get ekki beðið eftir að fá hana í hendurnar og máta.. vonandi passar hún bara!

Er hún ekki falleg? Ég er einmitt búin að vera að leita að svona klassískri og fallegri kápu og þessi fellur sko alveg undir þá lýsingu!

Tók líka þennan fína hringtrefil. 1000 kall! Ekki slæmt það.

P.S. Var að skella inn nokkrum flíkum til sölu inn á facebook. Endilega tjékkið á því!

Thursday, November 22, 2012

DIY


Þegar kom að því að kaupa skiptiborð fyrir bumba að þá var ég með mjög nákvæma mynd af því í huganum. Ég vissi upp á hár hvernig ég vildi hafa það. Svo þá hófst leitin mikla sem bar ekki góðan árangur, bara engan! Eftir að hafa skoðað allar hugsanlega húsgagnaverslanir landsins og meira að segja erlendis að þá gafst ég upp og fór inn á barnaland. Ég var ekki búin að leita lengi þegar ég fann þessa gersemi. Í fullkomnu ásigkomulagi og NÁKVÆMLEGA eins og það sem ég var búin að ganga um með í kollinum! Fyrir 15þ kall fengum við því drauma skiptborðið. Liturinn var þó ekki alveg eins og húsfreyjan vildi svo þá var kallinn settur í að pússa það allt upp og mála hvítt. Í gærkvöldi var það svo loksins tilbúið og þá tók ég mig til og pússaði það aðeins upp aftur til að fá svona gamaldags áferð á það, eins og sést á myndinni til hægri.
Ég hreinilega gæti ekki verið ánægðari með það. Þá er bara eftir að þvo öll þessu krúttlegu litlu föt og koma þeim fyrir á nýja heimili sínu!

Og þar sem að ég var dottin í DIY gírinn að þá tók ég mig til og hófst handa við smá jólaföndur. Keypti tréstafi og málaði. Fyrst með dökkum lit undir og svo yfir með hvítum. Síðan voru herlegheitin pússuð til að fá dökka litinn aðeins í gegn og útkoman var bara alls ekki svo slæm! Ég er því komin með smá jólahorn hérna heima.. má það ekki alveg? Svona aaaðeins til að svala jólaskreitingarþörfinni ;)


Wednesday, November 21, 2012

Moss

Moss by Harpa Einars

Nýja línan sem Harpa Einars hannaði fyrir Galleri Sautján kemur í búðir á morgun. Þessi print eru vægast sagt tryllt! Mæli með því að þið kíkið við í Kringlunni eða Smáralind og nælið ykkur í þessa flottu íslensku hönnun.


Sunday, November 18, 2012

Helgin mín


Svona eiga sunnudagar að vera. Smákökur og ísköld mjólk. Gerist ekki betra!
Búin að eiga voða kósý helgi með kæró. Göngutúr í snjónum, bakstur, barnafötin flokkuð og unnið í barnaherberginu.


31v+3d. Litlir tveir mánuðir til stefnu og spennan magnast! Barnaherbergið er smám saman að taka á sig mynd. Erum búin að setja rimlarúmið upp og svo er verið að vinna í því að mála fallega skiptiborðið/kommóðuna sem ég fékk á slikk á bland.is. Kraftaverkin sem smá málning getur gert!


Fallega heimferðasettið sem bumbi fær :) Mjög hlutlaust þar sem við vitum ekki kynið.
Það styttist heldur betur í þetta en samt er þetta enn frekar óraunverulegt. Það er soldið skrítið að halda á þessum pínkulitlu fötum og reyna að ímynda sér litla krílið sem sparkar í mann í þeim :)
Lífið er ljúft!


Vona að allir hafi átt frábæra helgi.