Tuesday, January 31, 2012

Útsölur #4

Lindex

Þessi elska datt inn um lúguna í dag. Ætlaði að kaupa hann þegar ég var fyrir sunnan um jólin en sleppti því svo á síðustu stundu. Hann var svo kominn á hellings afslátt núna svo ég hringdi og pantaði hann. Og er líka bara svona mikið ánægð með hann!

P.S. Ekki vera hrædd við að nota like takkann eða að tikka í litlu boxin hérna fyrir neðan. Eða bara skilja eftir komment! Alltaf gaman að fá feedback :)
SH

Monday, January 30, 2012

Online shopping part 2

Asos

Maður getur gert ótrúlega góð kaup á útsölunni hjá Asos núna. Og það skemmir ekki að það er frí heimsending! Mér er búið að langa svo í flottan kraga til að setja á nokkrar skyrtu sem ég á og ég held að þessi verði geðveikur til að poppa upp þær upp. Ég féll svo fyrir litnum á þessari skyrtu og fýla hvernig hún er svona oversized, boyfriend snið. Hún á klárlega eftir að verða mikið notuð í vor og sumar.

P.S. Ég minni á að ég er bæði á Facebook og Bloglovin

SH

Sunday, January 29, 2012

Online shopping part 1


Gina Tricot

Á leiðinni til mín!
Er búin að vera að leita að hinum fullkomna plain stuttermabol og héld held að ég hafi fundið hann í minni heittelskuðu Ginu Tricot. Og þegar flíkin fæst á slikk á splæsir maður auðvitað í tvo liti! Svart og hvítt getur ekki klikkað. Þetta er svona basic pieces sem eru möst í fataskápinn.
Hlakka til að fá þetta í hendurnar!

SH

Sunnudags


Kaffi, atferlisfræði, kertaljós og fallegu krummarnir mínir. Sérdælis yndislegur sunnudagur.
Stefni á að baka bláberja spelt lummur á eftir. Er það ekki soldið sunnudags?

Eigið yndislegan dag!

SH

Saturday, January 28, 2012

Purple fur

Loð - Gina Tricot / Leðurjakki - Imperial / Bolur - Zara / Buxur - Vero Moda /Skór - Galleri Stelpur Glerártorgi / Taska - Accessorize / Varalitur - Mystery by Gosh

Þarf alveg nauðsynlega að fara að kaupa mér almennilega myndavél. Held að það þurfi klárlega að gerast á næstu mánuðum..
Annars mun þessi helgar verða algjör kósýhelgi. Ætla að kúra með Atferlisfræðibókinni og hafa það hugglegt hérna heima. Það er svo gott að eiga svona kósý helgi öðru hverju. Alveg nauðsynlegt til að hlaða aðeins batteríin.

Eigið góða helgi!

SH

Thursday, January 26, 2012

Gina Tricot vs Caroline Blomst


Í febrúar kemur út samstarfslína Gina Tricot og Carline Blomst. Hún ber yfirskriftina 'The Perfect Tee' og mun samanstanda af, eins og nafnið gefur til kynna, nokkrum klassískum og flottum bolum. Það getur einmitt verið algjör pain að finna hinn fullkomna klassíska bol, svo ég er spennt að sjá hvernig þetta kemur út!

SH

Denim on denim

Mynd - Stockholm Streetstyle

Elska þetta look hjá Miroslava Duma. Mér finnst denim on denim alltaf jafn töff!
Eigið góðan dag!

SH

Wednesday, January 25, 2012

Dagsins

Peysa - Lindex / Blúnduskyrta - Vero Moda / Leggings & Skór - Galleri Stelpur Glerártorgi / Jakki - H&M / Taska - Accessorize

Góður dagur að baki. Hitti námsráðgjafa og tók frekar stóra ákvörðun. Vona að hún hafi verið sú rétta! Miklar breytingar í vændum en ég hlakka bara til að takast á við þær :)
Fór svo í ræktina og tók vel á því þar. Elska hvernig ég get alveg gleymt stað og stund, öllu stressi og áhyggjum þegar ég er í ræktinni. Klárlega ein besta tilfinning í heimi!
Held að kvöldið verði bara tekið í kósýgírnum hérna heima. Ætla að prófa að elda þennan gúrme rétt, hann lofar góðu!

SH

Gina Wishlist

Skyrtan og blazerarnir eru í algjöru uppáhaldi. Elska litinn á blá blazernum og tuxedo lookið á þeim hvíta. Svo eru nokkrir basic hlutir þarna sem væri ekki leiðinlegt að eiga.

SH

Tuesday, January 24, 2012

24.01.

Kaffibolli og kertaljós er nauðsynlegt þegar það vill ekki hætta að snjóa úti, bóndadagsrósirnar minna líka á vorið.

Þetta hefur verið algjör letidagur. Ég hætti mér ekki út í allan þennan snjó svo deginum hefur verið eytt á náttfötunum undir teppi að lesa Kommúnistaávarp Marx og Engels (eins gífurlega spennandi lesning og það er..). Þ.a.l. er þetta ekki rétti dagurinn fyrir outfit færslu.
Vona að þessi þriðjudagur hafi verið ykkur góður.

Kveðja úr snjónum á Akureyri..
SH

Alexis Mabille Spring 2012 Couture


Elska þessa línu! Litirnir, flíkurnar og þessi fáránlega stóru blóm sem módelin eru með á höfðinu.. gaman að sjá Couture línu með smá húmor. 

SH


Monday, January 23, 2012

Dagsins

Hermannajakki & bolur - Sautján / Buxur - Vero Moda / Loð - Gina Tricot / Skór - Galleri Stelpur Glerártorgi / Varalitur - Golden Rose #53

Góður dagur að baki. Skólinn, ræktin og núna er ég að elda mega djúsí mexíkanska ýsu - hlakka til að smakka!
Hér á Akureyri er allt á KAFI í snjó.. er virkilega farin að halda að það muni ekki hætta að snjóa fyrr en í sumar. En það er samt bara kósý, elska að geta kveikt á kertum og kúrað mig undir teppi :) Það versta er að þessi færð bíður ekki alveg upp á það að maður sé labbandi um í háum hælum, svo ég verð að segja að ég er orðin soldið óþreyjufull eftir vorinu..

Minni á færsluna frá því fyrr í dag, getið séð hana HÉR

SH

Útsölur #3


3 skópör á einum mánuði er alveg eðlilegt, er það ekki alveg örugglega?
#Kannekkiaðeigapening

SH

Sunday, January 22, 2012

Steed Lord Scarves

Þessir klútar fara í sölu á morgun online. Finnst þeir mega fínir!
Svala er náttúrulega bara svölust, þabbara þannig krakkar.

Eigið yndislegan sunnudag elskurnar
SH

Saturday, January 21, 2012

Vor

Tvö uppáhalds trendin mín í vor. Hvítt og pastel.

Vona að allir eigi gott kvöld! Ég ætla hinsvegar að vera róleg heima og reyna að losna við afleyðingar vísindaferðarinnar í gær..

SH

Thursday, January 19, 2012

Portfolio

Myndir - Style.com og Stockholm Street Style

Ég hef tekið eftir því upp á síðkastið að clutch töskurnar, eða portfolio bags, eru að koma sterkar inn aftur.
Þetta er fylgihlutur sem ég hef alltaf fýlað. Finnst það gera outfitt eitthvað svo skemmtilegt þegar maður heldur á töskunni, í staðinn fyrir að vera bara með hana yfir öxlina.
Ég fjárfesti einmitt í einni svona tösku um daginn (sjá HÉR). Mæli með því að kaupa þær í einhverjum skemmtilegum litum - neon, pastel eða metallic. Ein taska í flottum lit getur gert svo mikið til að poppa upp outfit!

SH

Wednesday, January 18, 2012

Blómabuxur

  Finnst þessar buxur frá Lindex soldið fínar eftir að hafa séð þær hjá hinni sænsku Victoriu Törnegren. Það myndu samt klárlega ekki allir púlla þær.
Thoughts?

SH

The girl with the dragon tattoo by Bijules

The girl with the dragon tattoo hringir eftir Bijules

Jules Kim sem hannar undir merkinu Bijules hefur hannað þessa flottu hringi með innblæstri frá myndinni The girl with the dragon tattoo. 
Mér finnst þeir báðir æði og þá sérstaklega knuckle hringurinn.
Ég fékk þann heiður að spjalla við Jules Kim á RFF í fyrra og hún er alveg jafn yndisleg og hún er góður hönnuður.
Ég mæli með að þið kynnið ykkur Bijules merkið.

SH

Tuesday, January 17, 2012

Útsölur #2

Accessorize

Hvað getur maður gert þegar maður getur fengið tvær töskur að andvirði rúmulega 11 þúsund krónur á 3500 krónur?
Er búið að langa í metallic clutch lengi og þessi svarta er fullkomin í skólann.
Gotta love útsölur..

SH

Monday, January 16, 2012

Golden Globe

Haider Ackerman
Lanvin
Nina Ricci
Christian Dior
Atelier Versace
Gucci
J. Mendel
Atelier Versace

Nokkrir af flottustu kjólunum að mínu mati, of mikið að pósta þeim öllum.
Hver er þinn uppáhalds?

SH

Helgin

Föstudagur = Kjóll - H&M / Skór - Focus
Laugardagur = Gallajakki - Zara / Hálsmen - Accessorize
 
(Myndunum stal ég frá nokkrum sætum píum þar sem mínar voru ekki jafn góðar)

Nokkrar myndir frá góðri helgi.
Útgáfupartý og nýrársgleði ritnefndarinnar var á föstudaginn. Fórum út að borða og svo var smá partý heima hjá mér áður en við héldum út að dansa.
Á laugardaginn hittumst við stelpurnar og áttum frábært kvöld þar sem aftur var dansað til lokunar.
Æðisleg helgi með besta fólkinu!
Vona að allir hafi átt góða helgi :)

SH