Tuesday, April 17, 2012

New in - Velvet


Í gær fékk ég æðislega sendingu frá Velvet!
Velvet er ótrúlega flott vefverslun með skartgripi og fylgihluti á frábæru verði. Ég féll alveg fyrir clutch töskunum hjá þeim, en þær koma í 4 flottum litum. Þær hjá Velvet voru svo yndislegar að senda mér eina í bláu og ég er alveg sjúklega ánægð með hana. Liturinn er æði og ég sé fyrir mér fullt af mismunandi outfittum sem ég get notað hana við. Ég er eiginlega svo hrifin af henni að ég væri til í að eiga hana í öðrum lit líka! Er það nokkuð full mikið? Haha En mér finnst líka mikill kostur að það fylgja með tvennskonar handföng til að festa við hana. Eitt til að hafa yfir öxlina og annað til að hafa um úlnliðinn, það er þægilegt ef maður vill ekki alltaf þurfa að halda á henni. 

 Jakki - Vintage / Bolur - Gina Tricot / Skór - JC Lita / Taska - Velvet

Þær sendu mér líka þetta æðislega snákaarmband. Það er hægt að vera með það á upphandleggnum en ég kýs að nota það á handleggnum, finnst mjög töff að hafa það þar líka. Það væri bæði flott að nota það við kjóla til að rokka það aðeins upp, eða þá við t.d. töff hljómsveitarbol og boyfriend gallabuxur. Það bíður upp á svo marga möguleika til að style‘a það! 


Ég vil þakka Velvet kærlega fyrir þessa frábæru sendingu!
Ef þið hafið áhuga á að versla þessar vörur getið þið nálgast þær í glænýrri verslun þeirra að Kleppsmýrarvegi 8 sem opnar núna á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta! Fyrir ykkur sem ekki getið beðið svo lengi getið þið líka farið núna beint inná vefsíðuna þeirra, www.velvet.is og pantað vörurnar þar.


2 comments:

  1. Vá, ekkert smá floooott!! :)
    Gætiru póstað mynd af þér með töskuna á öxlinni og kannski inní hana... :P Langar íííí.... :D

    ReplyDelete
  2. Alveg sjálfsagt! Skal gera það snöggvast og setja þær inná facebook síðuna mína eftir smá :) https://www.facebook.com/styleparty/app_133567686721195

    ReplyDelete