Tuesday, June 7, 2011

Miss Sailor

 Jakki & kjóll - Vila / Taska - Louis Vuitton Alma / Skór - Jeffrey Campbell Lita / Varalitur - Morange by Mac

Sumarhátíð bleikt.is var haldin með pompi og prakt s.l. miðvikudag 01.júní á Grand hótel. Hátíðin heppnaðist rosalega vel og mæting var góð. Ég fékk að taka þátt í undirbúningnum baksviðs og sá um módelin og annað sem var ótrúlega gaman og frábært tækifæri. Tískusýningin var æðislega flott en þar sýndu merki eins og DAY, Júníform og fl. En þið getið lesið betur um það í komandi pistli frá mér á bleikt.is ;)
Ég sé það svona eftir á að ég var greinilega í einhverju sailor þema þetta kvöld.. en má það ekki svona á sumrin? Mér finnst þetta trend allavega alltaf jafn sumarlegt og skemmtilegt!
Eigið góðan dag elskurnar :)

Monday, June 6, 2011

Pink and leopard!

Buxur - Vero Moda / Jakki - Vila / Blúndu bolur - H&M / Skart - Accessorize

Langt síðan ég hef komið með almennilega outfit færslu! Mikið búið að vera í gangi hjá mér uppá síðkastið svo bloggið hefur fengið aðeins að sitja á hakanum á meðan.. vona að það komi ennþá einhver hingað inn!
Jakkinn og buxurnar eru nýjar. Hefur lengi langað í buxur í áberandi lit svo ég gat ekki sleppt þessum þegar ég sá þær í Vero Moda. Er venjulega ekki mikið fyrir gallabuxur en þessar eru sjúklega þægilegar. Komu einnig í gulu og grænu ;)
Ætla að reyna að sinna þessu litla bloggi mínu aðeins betur á næstunni, endilega give me a shout out ef að þið hafið ekki alveg gleymt mér og komið ennþá í heimsókn hingað inn.. I appreciate it!