Saturday, April 21, 2012

New in: Prada Candy


Ég bara verð að segja ykkur frá nýja uppáhalds ilmvatninu mínu. 
Í apríl issue'inu af breska Vogue var auglýsing frá Prada um nýjasta ilmvatnið þeirra, Prada Candy, og með henni fylgdi lítil prufa. Ég heillaðist aaaalveg af lyktinni og fór beint í að tjékka hvort þetta væri komið í sölu hérna á Íslandi. Google leit mín skilaði ekki miklum árangri svo ég ákvað að fara á ebay og sjá hvað þetta væri að kosta þar. Ég ákvað að kaupa mér prufur í staðinn fyrir að kaupa heilt glas (því það hefði líka kostað eins og einn handlegg og hálfan fótlegg..) til að sjá hvort ég myndi fýla það á mér. Ég fékk 3 prufur í einum pakka á ca 800kr komið til landsins. Ég var líka ekki fyrir vonbrigðum. Þetta er akkurat svona lykt sem ég er búin að vera að leita mér af, sæt án þess að vera væmin, með spicy undirtónum sem gera lyktina sexy og fína, án þess að vera of mikið. S.s. perfection! Kærastinn hafði meira að segja orð á því hvað ég lyktaði vel!
Þá er bara að fara að spara og safna svo ég get keypt mér stórt glas.
Mæli með að þið tjékkið á þessu, fullkomið til að skella á sig á kvöldin í sumar!

P.S. Minni á að ég er á Instagram! @sarahilmars


No comments:

Post a Comment