Tuesday, September 25, 2012

Lindex x Missoni


Í morgun var Missoni lína Lindex kynnt með flottum morgunmat í verslun Lindex í Smáralind. Partýið byrjaði klukkan 9.30 og var þá strax mikið af fólki mætt. Mér finnst margt flott í þessari línu en því miður var ekki mikið af því sem var sérlega óléttubumbuvænt. Ég leyfði mér þó að splæsa í þessu geðveiku peysu sem mér finnst ofboðslega klassísk og ég veit að ég mun nota mikið, ásamt einu fínu armbandi.
Barnalínan er mjög skemmtileg og ég stóðst ekki mátið og keypti þessa æðislegu samfellu fyrir litla bumbukrílið.

Lindex fær alveg 10 í einkunn frá mér fyrir flottan viðburð og frábæra þjónustu. Fyrstu viðskiptavinirnir fengu líka svona fallegt bleikt armband að gjöf, enda er þessi lína til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Væri gaman að sjá oftar svona skemmtilega viðburði hjá verslunum hér á landi. 


Instagram @ sarahilmars

Saturday, September 22, 2012

New in: Shoes

Nina Snake Shoes - BikBok

Sheila Shoe - Monki

Keypti þessar tvær elskur út í Köben. Ég elska snákamunstrið á þessum frá BikBok og að þessir frá Monki skiptast í bæði leður og rússkinn. Og bæði pörin eru sjúklega þægileg!
Ólétta konan er ekki að hata það að lágir hælar og flatbotna skór séu í tísku núna.. 15cm hælarnir eru bara ekki alveg inn í myndinni eins og stendur! Þeir fara inn í geymslu fram í janúar ;)

Instagram @ sarahilmars

Friday, September 21, 2012

Missoni - Lindex


Þriðjudaginn næsta, 25.september, mun Lindex halda sérstakan morgunverð í verslun sinni í Smáralind í tilefni af því að Missoni - Lindex línan kemur í verslunina þann daginn. 
Ég hef alltaf heillast að þessu klassíska Missoni munstri og það er gaman að sjá hvað línan höfðar til breiðs aldurshóps. Mér finnst skyrtan hérna að ofan æðisleg og svo væri ég rosalega til í eitthvað á litla krílið líka. Svo er ekki verra að 10% af söluandvirði línunnar rennur til styrktar baráttunni við brjóstakrabbamein!

Morgunverðurinn verður klukkan 9.30 í verslun Lindex í Smáralind. Ég hvet allt tískuáhugafólk, sem og aðra að mæta og styrkja gott málefni :)

Instagram @ sarahilmars

Thursday, September 20, 2012

Kóngsins Köben


Smá Instagram frá Köben. Þið getið smellt á myndirnar til að sjá þær stærri.
Átti svo æðislega daga þarna úti. Fengum frábært veður og náðum bæði að versla og skoða helling.
Fann lítið sem heillaði í H&M (þó að það hefði eflaust verið önnur saga ef ég væri ekki ólétt með of stóra bumbu fyrir öll fínu fötin þarna..) en Gina Tricot stóð svo sannarlega fyrir sínu. Svo fékk auðvitað litla bumbukrúttið smá föt líka og pabbinn fékk að halda á öllum pokunum ;)

Ég mun svo á næstu dögum sína ykkur það sem ég keypti úti. Annars getiði séð smá preview af því í Fréttablaðinu í dag!

Instagram @ sarahilmars

Oversized

Ég elska þetta oversized, boxy snið sem er á jökkum og kápum í vetur. Þetta er skemmtileg tilbreyting frá aðsniðnu flíkunum. Mér finnst þessi tíska líka mjög klæðileg þó að mörgum finnist það ekki. Svo er líka gaman að sjá smá pastel liti í haust tískunni! Við íslendingar erum svo gjarnir á að vera í öllu svörtu (og ég fell alveg í þá gryfju sjálf!) þannig að svona nammilitir gera svo mikið fyrir okkur í skammdeginu.
Þessi girnilegi jakki og kápa eru bæði frá H&M.

Chloé

Jil Sander

Comme Des Garçons
Instagram @ sarahilmars

Fréttablaðið í dag!


Ég er í Fréttablaðinu í dag!

Er mjög sátt með hvernig viðtalið og myndirnar komu út. Myndirnar voru teknar við Kjarvalsstaði í gærmorgun.
Þið getið lesið viðtalið HÉR.

Takk fyrir mig!

P.S. Smá Instagram diary frá Köben og myndir af því sem ég keypti úti væntanlegar á næstu dögum. Búið að vera soldið kreisí að gera síðustu daga svo þetta er allt í vinnslu. Lofa!

Instagram @ sarahilmars

Tuesday, September 11, 2012

Alexander Wang Spring 2013Að mínu mati þá sýnir þessi lína hversu ótrúlegur listamaður Alexander Wang er. 
Ég elska þessi cut outs í flíkunum, það er eins og þær svífi á módelunum. Og Wang tekur dýramunstur á alveg nýtt plan með því að nota það ekki bara í efninu sjálfu heldur sem cut outs í efninu.
Og ég elska að hvítu flíkurnar lýsi í myrkri.. snilld!
Alexander Wang er alveg klárlega einn af mínum uppáhalds hönnuðum. Ég elska hvernig hann nær að blanda saman high fashion með klassískum íþróttafatnaði þannig að útkoman verður alveg einstök.

Eruð þið að fylgjast með tískuvikunni í New York?

Instagram @ sarahilmars