Saturday, April 28, 2012

Nýtt frá ELF

Um daginn fékk ég æðislega sendinu af snyrtivörum frá ELF. Ég er með hálfgert æði fyrir flottum kinnalitum, finnst þeir gera svo ótrúlega mikið fyrir heildar lúkkið og ég nota þá á hverjum degi. Ég nota alltaf létt sólapúður og set svo kinnalit á eplin á kinnunum (þegar þú brosir þá eru eplin parturinn af kinnunum sem stendur út). Það gefur svo frísklegt og fallegt yfirbragð.

Fuchsion Fusion til vinstri, Flushed til hægri.

Ég fékk senda tvo kinnaliti frá ELF til að prófa, annars vegar Flushed úr Essentials línunni og hins vegar Fuchsion Fusion úr Studio línunni. Ég er mjög hrifin af svona bleikum tónum en hef upp á síðkastið orðið hrifnari af svona skærbleikum litum. Flushed er góður hvað þetta varðar, því þú getur borið hann létt á þig og fengið þannig fallegan bleikan lit á kinnarnar, en þú getur líka sett meira í einu og fengið þannig sterkari lit. Nafnið er eiginlega fullkomið yfir þennan lit, en hann lætur mann líta svona 'flushed' út og eins og maður sé soldið útitekinn.
Í fyrstu var ég smá hrædd þegar ég sá Fuchsion Fusion. Hann er alveg skærbleikur með glimmeri svo það blekkir mann soldið. Hann er hins vegar ótrúlega flottur þegar hann er kominn á. Glimmerið hrinur að mestu af úr burstanum svo maður fær bara smá shimmer í staðinn fyrir full on glimmer. Liturinn er mjög ferskur og flottur. Hann er skær, en maður hefur góða stjórn á því hversu skær hann er sem mér finnst mjög gott. Þetta er svona ekta sumarlitar, glaðlegur og flottur.
Fuchsion Fusion, Flushed.

Ég fékk líka sendan blautan eyeliner. Ég hef alltaf bara notað eyeliner blýant svo ég var spennt að prófa blautan þar sem ég hafði líka heyrt mjög gott af þessum frá ELF. Ég þurfti nokkrar tilraunir til að komast upp á lagið með það að nota hann en ég var ánægð með hvað það komst fljótt upp í æfingu. Hann er mjög svartur og helst á allan daginn án þess að renna neitt  sem er snilld! Ég hélt þá kannski að hann væri bara svona fastur á og það yrði erfitt að þrífa hann af, en hann rann bara alveg af þegar þreif málninguna af um kvöldið. Love it! Get sko klárlega mælt með þessum.


Fuchsion Fusion - 1090kr / Flushed - 400kr / Blautur Eyeliner - 400.

Ég vil þakka Eyes Lips Face kærlega fyrir þessa sendingu!

1 comment: