Wednesday, April 25, 2012

Fake Tattoos

Þetta byrjaði allt saman hjá Chanel. Gervi tattú voru í huga margra bara eitthvað sem krakkar léku sér með, en Chanel tókst að gera þetta að tískubygju. Fake Tattoos er sænskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að færa viðskiptavinum fashionable gervi tattú sem eru ódýr, endast lengi (allt að viku) og eru örugg. Þau byrjuðu smátt en eru í dag orðin leiðandi fyrirtæki í Evrópu á sölu tísku gervi tattúa. Ég er því ekkert lítið stolt að tilkynna að ég mun verða í samstarfi við þetta flotta fyrirtæki. Hlakka svo til að prófa þessa snilldar vöru og sýna ykkur!


9 comments:

  1. okei vá þetta er sjúklega nett

    ReplyDelete
  2. Frábært! Hlakka til að sjá meira af þessu. Hafði ekki hugmynd um þetta fyrirtæki!

    ReplyDelete
  3. damn mig langar í svona. get ég nálgast þetta ?
    kv. hafrún

    ReplyDelete
  4. Það er hægt að versla tattúin hér http://www.faketattoos.se/en/
    Þau senda til Íslands og sendingarkostnaðurinn er bara rétt um 400kr! :)

    ReplyDelete
  5. Stoppar þetta nokkuð í tollinum? Eða bara sent í umslagi innum lúguna? :)

    ReplyDelete
  6. Ég þori ekki að lofa neinu um það, mín sending er enn bara á leiðinni svo það kemur í ljós hvort ég borgi toll eða ekki. En finnst alveg líklegt að það þurfi að borga toll :)

    ReplyDelete
  7. já ókei ég skil. En mátt endilega láta vita hvað þetta var lengi á leiðinni og hvað tollurinn var hár þegar þú færð þetta :) Langar svo að panta mér, fínt að vita þá hvað þetta tekur c.a. langan tíma að koma :)

    ReplyDelete
  8. Ég er samt að fá þetta sent að gjöf frá fyrirtækinu, svo ég veit ekki hvort þau póstleggji þetta eitthvað öðruvísi vegna þess. En ég mun setja inn allar upplýsingar þegar ég er komin með þetta í hendurnar ;)

    ReplyDelete