Friday, February 3, 2012

H&M sporty neon


Ég hef aldrei verið hrifin af íþróttafötum. Ég myndi ekki láta sjá mig dauða í Adidas galla annar staðar en bara í ræktinni. Þess vegna var ég ekki alveg að kaupa þetta sport trend sem mun verða svo stórt núna í vor og sumar. Ég hugsaði með sjálfri mér að þetta væri trend sem ég myndi sko aldrei snerta. En þegar ég sá það nýjasta frá H&M, sporty föt í bland við neon liti, þá féll ég alveg fyrir því. Það er bara eitthvað við þessa línu, leður, íþróttaföt og smá 90's rave fýlingur, sem er bara alveg mega töff.
Derhúfan er í sérstöku uppáhaldi, held að hún væri svona hæfilega mikið sporty fyrir minn smekk þannig að ég gæti gengið með hana.
Aldrei að segja aldrei þegar það kemur að tísku!

SH

No comments:

Post a Comment