Wednesday, February 29, 2012

Sandals


Langar svo hrikalega í fallega sandala fyrir sumarið. Þessir á síðustu myndinni eru frá Zara
og eru ofarlega á óskalistanum.
Sé þá alveg fyrir mér með fínum kjól og léttum jakka..
Mikið get ég ekki beðið eftir sumarinu!


SH

New in - Jeans


Um daginn bað ég ykkur um að hjálpa mér að velja á milli nokkra para af buxum sem mig langaði í af Asos.
Ég endaði með að vera sammála því sem þið sögðuð og pantaði þessar tvær.
Þessar ljósu verða æði í sumar og hinar eru svo fínar, virka bæði á daginn og á kvöldin.
Get ekki beðið eftir að fá þessa sendingu í hendurnar!



SH

Miðvikudags

Svona er dagurinn minn í dag, náttföt og E!
Hiti og beinverkir einkenna þennan miðvikudag svo ég ætla að halda mig undir sæng og reyna að hrista þetta af mér. Sem betur fer er þetta stutt skólavika svo ég er komin í langt helgarfrí..
Er samt ekki að nenna veikindum!

P.S. Var ég búin að segja ykkur hvað ég elska Pinterest? Er alveg orðin hooked og 'pinna' núna allt sem ég sé! haha Ef þið viljið fylgja mér þá getiði séð síðuna mína HÉR.


SH

Tuesday, February 28, 2012

28.02.12.

Vesti & Stuttbuxur - Vintage / Peysa - Gina Tricot / Skór - JC Lita



SH

Double denim

Smá preview af outfitti dagsins.
Sýnist ég vera búin að næla mér í flensu.. kennir manni að fara ekki illa klæddur útí frostið eftir sveitta skemmtistaðaferð.. en það var klárlega worth it samt því ég skemmti mér alltof vel um helgina!
Held að ég muni því eyða restinni af deginum undir sæng, sem hljómar bara alls ekki illa.

Eigið góðan dag!



SH

HYPE

Sunday, February 26, 2012

Afmælis outfit

Bolur & Hálsmen - Gina Tricot / Buxur - Asos / Skór - JC Lita

Átti geðveikt gærkvöld með öllu uppáhalds fólkinu mínu.
Það var hlegið, drukkið og dansað fram undir morgun. Frábært kvöld í alla staði og ég er svo þakklát!
Vona að allir hafi átt góða helgi :)



SH

Saturday, February 25, 2012

Denim

Gallajakki - Vintage / Bolur - Gina Tricot / Sólgleraugu - Accessorize

Búin að eiga kósý dag með Maríu vinkonu sem kom með flugi til mín í gær. Tókum túrista rúnt um Akureyri og fórum út að borða á Greifann.
Í kvöld á ég svo von á fullt af fallegum gestum í afmæli til mín. Þetta verður legendary!


SH

Friday, February 24, 2012

Basic chic

Leðurjakki - Imperial / Bolur - Gina Tricot / Sokkabuxur - Oroblu / Hálsmen & Taska - Accessorize

Ég er svo súper spennt fyrir þessari helgi! Er í 4 daga helgarfríi, besta vinkona mín er að koma með flugi til mín í dag og ætlar að gista um helgina og svo held ég upp á afmælið mitt annað kvöld.
Hugsa að ég muni vera í nýju silfur buxunum mínum frá Asos í afmælinu, hef ekki notað þær ennþá og held að þetta sé rétta tækifærið.

P.S. Takk fyrir viðbrögðin við færslunni í gær.. held að ég sé búin að ákveða hvaða buxur ég ætla að kaupa!


 SH

Thursday, February 23, 2012

Hjálp!


Hef ákveðið að panta mér buxurnar á síðustu myndinni af Asos, en mig vantar svo nýjar buxur svo ég er að spá í að panta annað par fyrst að ég er að panta á annað borð.. En ég get ekki ákveðið hvorar mig langar meira í, þessar plain svörtu eða þessar ljósu í boyfriend sniðinu.
Svo ég leita til ykkar, elsku lesendur, eftir hjálp.. hverjar finnst ykkur flottari??

Fairytale

Peysa & Hálsmen - Gina Tricot / Buxur - Vero Moda / Úr - Casio

Elskaelskaelska þessa peysu! Ég féll fyrir henni um leið og ég sá hana inná Gina Tricot síðunni og var síðan svo heppin að fá hana í afmælisgjöf frá systur minni. Hún er ofboðslega þægileg en á sama tíma mjög kúl.. elska svona þægilegar basic flíkur sem geta samt poppað upp plain outfit. 


SH

Wednesday, February 22, 2012

New in - Gina Tricot


Smá preview af afmælispakkanum sem ég fékk í dag sem var fullur af fínum flíkum frá Ginu Tricot.
Bolirnir og hálsmenið eru svona basics sem mig vantaði í fataskápinn og einhyrningapeysan er yndisleg! Ég sýni ykkur hana betur á morgun.

Facebook  Bloglovin

SH

Mottu slaufur!

Arcos

Finnst þetta svo brilliant hugmynd! Nokkrar stelpur úr FG tóku sig til og hanna þessar sjúklega flottu mottu slaufur. Ekki slæmt fyrir okkur stelpurnar sem vilja taka þátt í mottumars því hluti ágóðans mun renna til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands.
Mæli með því að þið kíkið inná facebook síðuna þeirra og pantið ykkur eina, eða tvær, þar sem þær koma í tveimur litum!
SH

Tuesday, February 21, 2012

Gærdagurinn

Leðurjakki-Imperial / Skyrta-Asos / Skór & Leggings-Galleri Stelpur Glerártorgi

Átti yndislegan afmælisdag í gær! Fór út að borða í hádeginu með stelpunum og þær komu svo í afmæliskaffi til mín seinnipartinn. Um kvöldið bauð Ari mér svo út að borða. Er eiginlega í hálfgerðri matarþynnku í dag! haha
Fékk blóm og frábærar gjafir sem ég gæti ekki verið ánægðari með. Algjörlega frábær dagur í alla staði! 

SH

Monday, February 20, 2012

Afmælis

Það er ekki leiðinlegt að vera vakin á afmælisdaginn með svona fínum pakka frá sætasta stráknum.
Hann veit sko alveg hvað konan hans vill ;)
Ég ætla að eyða deginum með yndislegum vinum og fara svo út að borða í kvöld með kæró.
Ljómandi góður afmælisdagur framundan!

SH

Saturday, February 18, 2012

Fishnet

Ég á í miklu love hate sambandi við það að Gina Tricot skuli setja inn nýjar vörur daglega.
Ég pant fá þessa peysu í afmælisgjöf takk fyrir!

P.S. Minni á að þið getið fylgt mér m.a. á facebook þar sem þið getið fengið updates beint í æð!
SH

Gærdagsins


1. Vísó í Símann
2. Hressar á Glerártorgi
3. Byrjað að snjóa aftur

Átti hrikalega gott kvöld í gær þar sem við skelltum okkur í vísó í Símann.
Kvöldið í kvöld verður svo bara tekið í kósýheit, tengdó í heimsókn og við ætlum út að borða.

Eigið góðan helgi! :)

SH

Thursday, February 16, 2012

Alexa Chung for Superga

Alexa Chung for Superga

Hún er náttúrulega bara fínust!

SH

Tuesday, February 14, 2012

Símalíf


#1 - Afmæliskaffi
#2 - Hugi sæti að kúra
#3 - Valentínusardagsrósir
#4 - Valentínusarkaka in the making
#5 - Spa day @ Aqua Spa
#6 - Valentínusarsúkkulaðibomban

Nokkrar símamyndir frá síðustu dögum!

Minni á færsluna frá því fyrr í dag hérna :)

SH

New in - Asos Disco Pants


Seinni sendingin mín frá Asos kom í dag. Fékk þessar kreisí buxur á útsölu á skít og kanil.
Þær eru ótrúlega þægilegar, smellpassa og eru líka svo mikið fínar. Þær eru mjööög áberandi (er basically eins og gangandi diskókúla) en ég elska þær! Mig er búið að langa svo í metallic buxur svo ég gæti ekki verið sáttari með þær.
Held að ég sé búin að finna afmælis outfittið mitt!

SH

Monday, February 13, 2012

130212

Gallajakki - Zara / Bolur - Gina Tricot / Skór - JC Lita

Átti alveg hreint yndislega helgi fyrir sunnan, þó svo að þetta stopp hafi verið alltof stutt. 
Það er samt alltaf gott að koma aftur heim í sitt eigið rúm :)

Vona að allir hafi átt góða helgi!

SH