Saturday, January 1, 2011

New beginning..

Gleðilegt nýtt ár elsku lesendur! Vona að allir hafi átt frábært gamlárskvöld og hafi skemmt sér vel í nótt. Ég átti yndislegt kvöld með fjölskyldunni og skellti mér svo á smá áramótadjamm með fallegu fólki. Frábært kvöld í alla staði! 

Trúi samt ekki að 2010 sé búið og það sé komið 2011! Þetta ár er búið að vera það besta sem ég hef upplifað hingað til. Svo ótrúlega margt er búið að ske.. öll djömmin, útskrift, nýjir vinir, ný tækifæri.. Ekki grunaði mig þegar ég byrjaði með þetta blogg í mars s.l. hvað það ætti eftir að gefa mér ótrúlega mikið! Mér var boðið starf hjá stóru, bresku trendhunting fyrirtæki sem heitir Mudpie við að taka street style myndir. Svo var mér boðið að vera partur af nýrri íslenskri vefsíðu, www.bleikt.is, og skrifa pistla um tísku þar. Í október birtist svo viðtal við mig í Morgunblaðinu sem var rosalega mikil viðurkenning fyrir mig. Þetta hefur svo verið til þess að heimsóknarfjöldinn hefur aukist til muna og hafa nú um 70 þúsund manns heimsótt síðuna frá byrjun. Færslunar hafa líka þróast og orðið betri og eru nú orðnar 208 talsins. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir þetta allt saman og mér hlakkar til að halda áfram að þróa og bæta þetta blogg árið 2011. Megi gæfan fylgja ykkur á nýju ári og takk fyrir mig, ég gæti þetta ekki án ykkar!

Kjóll - Tophop

2 comments:

 1. Happy New Year, Sara!:D

  ***** Marie *****
  allthingsmarie.com

  ReplyDelete
 2. Til hamingju með þetta allt saman :)
  ..gaman að fylgjast með blogginu þínu...
  Gleðilegt ár! :)
  kv oddnýása

  ReplyDelete