Sunday, January 30, 2011

Everybody dies but not everybody lives

 Jakki - Warehouse / Blúndubolur & pils - Vero Moda / Sokkabuxur - Accessorize / Skór - keyptir af facebook / Eyrnalokkar - HæHæ Hæ / Hringar - Vila & Accessorize

Gróf þennan blúndubol upp í gær þegar ég var að taka til og ákvað að nota hann um kvöldið í afmæli hjá Maríu vinkonu. Alltaf gaman að finna föt sem maður var búinn að gleyma að maður ætti! Svo var ég að kaupa þessa skó af facebook, af stelpunni sem er með HæHæ Hæ síðuna. Fékk þá á litlar 2000kr! Þeir eru eins og nýjir, ekta leður og sjúúklega þægilegir. Dansaði á þeim í alla nótt án þess að finna fyrir því! Ekki slæmt það.
Ég keypti líka af henni þessa fjaðra eyrnalokka sem hún er að föndra. Er ástfangin af þeim. Hér er betri mynd, getið smellt á hana til að stækka hana:
Keypti líka sjúklega flott hálsmen sem ég get ekki beðið eftir að nota. Sýni ykkur myndir af því seinna.

En núna á ég þynnkudeit við rúmið mitt og Friends. Elska helgarfrí!

4 comments:

  1. Vá, æðislegir skór.
    Ekki skemmdi líka verðið á þeim fyrir.
    Rosa flottir.

    ReplyDelete
  2. Alltaf svo flott og fín, geðveikir skór :)

    ReplyDelete