Saturday, January 29, 2011

Couture

Haute couture tískuvikan í París er nýafstaðin og var að vanda einstaklega glæsileg. Ég hef persónulega aldrei verið mikið fyrir haute couture, finnst skemmtilegra að skoða prêt à porter línurnar, en það er samt alltaf gaman að sjá alla þessa fínu kjóla. Í haute couture línunum finnst mér líka listin fá að njóta sín mikið meira. Hér koma nokkrar myndir af því sem mér fannst standa uppúr frá sýningunum.


Ég elska litina hjá Elie Saab og brúðarkjóllinn er to die for! Blómin eru líka svo falleg, en hann notaði þau mikið í kjólana í ár.

Í heildina var ég ekkert að missa mig yfir Jean Paul Gaultier línunni, en það voru ákaflega flottur flíkur þarna inná milli. Gaultier sagði línuna vera 'punk couture' sem hún var svo sannarlega. Maður sér samt mjög sterk frönsk áhrif í línunni og það sannast enn og aftur hversu rosalega fær klæðskeri Gaultier er. Mér fannst Lindsay Wixon vera ótrúlega flott í sýningunni og Andrej Pejic tók sig vel út í brúðarkjólnum.

Valentino línan var í einu orði sagt fullkomin! Þó að litirnir og kjólarnir hafi verið frekar látlausir, þá var eitthvað við sniðin og detailin í kjólunum sem var bæði tælandi og kynþokkafullt. Þau Pier Paolo Piccioli og Maria Grazia Chiuri eiga hrós skilið fyrir þessa línu!

Dior sýningin var eins og eitt stórt vatnslita málverk, enda fékk Galliano innblástur frá teikningum René Gruau, sem var myndskreytir fyrir Dior merkið á fimmta og sjötta áratugnum. Andstæður lita og ljóss ásamt efnunum og bróderingunum, gerðu þessa línu með þeim flottari sem komið hefur frá Galliano.

Givenchy línan var aðeins og fríkuð fyir minn smekk, en þessir kjólar eru samt ekkert nema listaverk. Eitt outfit tók ekki nema 2000 klukkutíma í að skera og 4000 klukkutíma að sauma! 

Annars fannst mér ekki mikið varið í Chanel eða Alexis Mabille línurnar. Litirnir hjá Armani Privé voru geðveikir og ósamhverfan í fötunum hjá Bouchra Jarrar heppnaðist rosalega vel.
Hverjar voru uppáhalds línurnar hjá ykkur?

3 comments:

 1. Elie Saab var uppáhalds! En fannst þér ekki mikið varið í Valentino?
  Kannski átti þetta að vera eitthvað annað þarna neðst ;)
  Hildur

  ReplyDelete
 2. haha smá fail, hef greinilega e-ð verið að hugsa um valentino :) þetta átti að vera chanel og alexis mabille! takk fyrir að benda á þetta :)

  ReplyDelete
 3. Vá valentino línan er guðdómleg.

  ReplyDelete