Friday, May 25, 2012

Nýtt og væntanlegt - Shop Couture

Þar sem ég er búin að vera netlaus hef ég ekki getað sýnt ykkur allt það nýja og flotta sem er komið í Shop Couture.. og það er sko ekkert lítið! Ég elska að geta átt viðskipti við verslanir hérna heima sem bjóða upp á flottar tískuvörur á góðu verði. Ég er, eins og svo margir, fátækur námsmaður og eins mikið og ég væri nú til í það að þá er ekki beint í boði með mína buddu að fara í almennilega verslunarferð í Zöru, Topshop eða álíka tískubúðir. Þess vegna elska ég búðir eins og Shop Couture, ódýrt en vandað.. það er blanda sem getur ekki klikkað!
Hérna er brot af þeim fötum sem eru komin í verslunina:


Svo er ný sending væntanleg 28.-30.maí sem er SJÚK!  Hérna er smá brot, annars getið séð sendinguna í heild sinni HÉR. Blómakjóllinn er í algjöru uppáhaldi hjá mér!


Eigið góða helgi!

Facebook  Bloglovin

No comments:

Post a Comment