Friday, May 4, 2012

Black & Neon

Blazer - Vintage / Toppur & Buxur - Vero Moda / Skór - Focus

Gat loksins notað þennan topp sem ég keypti í Vero Moda um páskana. Elska litinn (þó hann sjáist nú ekki nógu vel þarna) og sniðið. Hann er svo sumarlegur og fínn og bíður upp á svo marga möguleika til að style'a hann bæði fínt og casual.
Gærdagurinn var alveg hreint frábær í alla staði. Eftir mikið stress var loksins komið að erfiðasta prófi þessarar prófatíðar og það gekk svo miklu betur en ég hafði leyft mér að vona! Svo við ákváðum nokkur að hittast hérna heima hjá mér í gærkvöldi og fagna. Ég á eftir að sakna Akureyrar svo sjúklega mikið þegar ég flyt, en maður verður að einblína á takmarkið.. tækifærin eru víst ekki á þessum landshluta.
Við fengum svo afhenta lyklana að nýju íbúðinni í gær og þá er bara að fara í að sparsla og mála og gera fínt.. Get ekki beðið eftir að flytja inn :)

Eigið yndislega helgi öll sömul!

1 comment:

  1. A: The neon shoes are from Zara.com! So glad you like my blog!:)

    Nice outfit!

    ReplyDelete