Thursday, May 10, 2012

New in!

Kjóll og hárkeila - Shop Couture / Skór - Galleri Stelpur AK / Taska - Louis Vuitton Alma

Fékk svo æðislega sendingu frá Shop Couture í gær! Fékk þennan ótrúlega sæta sumarkjól, hárkeiluna og krosseyrnalokka sem ég mun sýna ykkur fljótlega. Ég elska þessa hárkeilu! Hafði einmitt séð þetta á Asos og ýmsa bloggara með svona svo ég varð ótrúlega spennt þegar ég sá þetta hjá Shop Couture.
Finnst þessar hárkeilur alveg punkturinn yfir i'ið á flottum outfittum og veit að ég á eftir að nota þessa mjög oft! Kjóllinn er ótrúlega þægilegur, úr léttu og fínu efni og liggur vel að líkamanum. Ekta kjóll til að henda sér í á heitum sumardögum og líka til að nota á kvöldin með blazer og fínu skarti.
En annars er dagurinn bara búinn að fara í kósýheit og afmælisgleði. Yndislegt að njóta þess að gera ekki NEITT eftir prófin og fagna með mínum uppáhalds. Það er samt hrikalega erfitt að kveðja alla, en við flytjum suður núna um helgina. En það eru nýjir og spennandi tímar framundan og ég er ótrúlega spennt!

P.S. Þið sem eruð búin að vera að bíða eftir tattú færslunni, þá ætla ég að reyna að setja hana inn um helgina! Bear with me á meðan ég klára að flytja hehe :)

4 comments:

 1. Ertu með miðstærðar hárkeiluna eða litlu ? :) er að hugsa um að kaupa mér svona og ég er bara ekki viss hvora ég á að kaupa :/

  ReplyDelete
 2. Ég er með litlu. Er með þykkt og sítt hár en lítil passar fullkomlega í mig :)

  ReplyDelete
 3. Okei takk :) hún er mjög flott á þér :)

  ReplyDelete
 4. Flott hárkeilan :) er teygja föst við?

  Tékkaðu endilega á blogginu mínu: alltieinu.blogspot.com

  ReplyDelete