Friday, May 4, 2012

Hársnúðar

Mér finnst svo flott að setja hárið upp í stóran og flottan snúð en mér finnst þeir sjaldan heppnast eins og ég vil hafa þá þegar ég er að reyna að gera svona í hárið á mér. Þess vegna var ég rosa spennt að prófa hársnúðana frá Shop Couture, en þær voru svo yndislegar að senda mér einn. Þeir eru mjúkir, með vír inn í sem er létt að beygja eftir þörfum og rífa ekki í hárið eða gerir það rafmagnað. Mig langar að sýna ykkur í myndum nákvæmlega hvernig maður notar þá. 

Ég byrja að setja hárið upp í hátt tagl, ég hafði mitt hliðartagl.

Því næst þræði ég taglið í gegnum gatið í miðjunni og herði að. Hárið mitt er mjög missítt svo ég get ekki dregið snúðinn alveg niður eins og á að gera, en það virkar alveg að skilja smá lokk eftir, bara svo lengi að allt hárið er tekið saman í miðju snúðarins.

Svo sný ég uppá alveg að teygjunni og hef það eins þröng og þarf.

Þegar ég er búin að snúa upp á hárið að þá beygji ég endana á snúðnum og mynda hring. Þá er ekkert eftir nema að draga hárið fram á endana og laga það til, þá ertu komin með þennan flotta snúð!

Þetta er þá lokaútkoman! Ótrúlega flott, auðvelt og fljótlegt.

Snúðarnir fást í þremur stærðum, allt eftir þykkt og lengd hársins. Ég er með þann stærsta þar sem ég er með mjög sítt og þykkt hár. Þeir eru líka ótrúlega ódýrir, aðeins 690kr, 790kr og 890kr.
Mæli sko hiklaust með þessu!

1 comment:

  1. Ég átti svona sem var keypt úr Sjónvarpsmarkaðinum :)

    ReplyDelete