Thursday, May 31, 2012

Spiked

Ég er sjúk í allt með spikes og studs þessa dagana! Fyndið, þar sem fyrir nokkrum árum hefði ég bara tengt það við goth og eitthvað sem mér fannst ljótt, en í dag finnst mér þetta trés chic!
Þetta flotta hálsmen fæst hjá Velvet og kostar litlar 1290kr. Þið getið pantað ykkur eitt stykki HÉRNA.

Wednesday, May 30, 2012

Metal heel by Missguided

Drusilla Metal Heel Suede Shoes

Ég er sjúk í þessa skó frá Missguided! Mig hefur svo lengi langað í svona támjóa skó með mjóum metal hæl.
Þeir kosta 6100kr og þið getið pantað þá HÉR. Fást líka í fleiri litum eins og svörtu og hvítu.
Missguided er ótrúlega flott bresk vefverslun er frábært úrval af flottum tískufatnaði, skóm og fylgihlutum.
Mæli með því að þið tjékkið á síðunni þeirra. www.missguided.co.uk

McQ by Alexander McQueen í GK Reykjavík


Þetta er náttúrulega ekkert nema snilld!
McQ by Alexander McQueen er væntanlegt í GK Reykjavík í júní.
Það væri sko alls ekki leiðinlegt að eiga eins og einn af þessum fallegu kjólum. Ég get allavega ekki gert upp við mig hver þeirra mér finnst flottastur! 
Þið getið fengið allar nýjustu fréttirnar frá GK Reykjavík á Facebook síðunni þeirra.

Statement skartgripir

Ef þið eruð jafn skartgripasjúk og ég þá er nýjasta skartgripasendingin í Shop Couture eitthvað fyrir ykkur. Eyrnalokkar, armbönd, statement hálsmen og earcuffs. Ég er mjög glöð að earcuffs séu orðin vinsæl hérna á Íslandi. Ég var með æði fyrir þeim fyrir svona tveimur árum og það er gaman að sjá íslendinga taka við þessu flotta trendi, mér finnst það einmitt persónulega geðveikt!
Svo er ég alveg sjúk í hauskúpu hárteygjuna. Finnst gaman að hárskraut sé að verða meira áberandi í tískuheiminum.


Þið getið pantað ykkur allar þessar vörur og séð meira úrval HÉRNA eða kíkt við í Síðumúla 34.

Saturday, May 26, 2012

Runwaydreamz


Mikið væri ég til í að eiga fulltfullt af peningum. Þá myndi ég sko kaupa mér eitt af öllu frá Runwaydreamz.
Elska hvað þetta er svona trashy chic, munstur, studs, rifið og tætt efni.. svo fallegt!
Þið getið skoðað meira frá þeim HÉR.



Current obsessions

Current obsession


1. H&M derhúfa Fall 2012
2. H&M sundbolur
3. Christian Louboutin Un Bout
4. Topshop buxur
5. Uppáhalds armbandið mitt at the momet - frá VELVET
6. Elska allt með leðurermum! Þessi er frá Stylebop.com

Gleðilegan laugardag!



Friday, May 25, 2012

Nýtt og væntanlegt - Shop Couture

Þar sem ég er búin að vera netlaus hef ég ekki getað sýnt ykkur allt það nýja og flotta sem er komið í Shop Couture.. og það er sko ekkert lítið! Ég elska að geta átt viðskipti við verslanir hérna heima sem bjóða upp á flottar tískuvörur á góðu verði. Ég er, eins og svo margir, fátækur námsmaður og eins mikið og ég væri nú til í það að þá er ekki beint í boði með mína buddu að fara í almennilega verslunarferð í Zöru, Topshop eða álíka tískubúðir. Þess vegna elska ég búðir eins og Shop Couture, ódýrt en vandað.. það er blanda sem getur ekki klikkað!
Hérna er brot af þeim fötum sem eru komin í verslunina:


Svo er ný sending væntanleg 28.-30.maí sem er SJÚK!  Hérna er smá brot, annars getið séð sendinguna í heild sinni HÉR. Blómakjóllinn er í algjöru uppáhaldi hjá mér!


Eigið góða helgi!

Facebook  Bloglovin

Thursday, May 24, 2012

Lovely Gina

Ég ligg hérna yfir fatasíðum og læt mig dreyma.
Það er svo mikið fallegt til hjá Ginu núna, eins og svosem alltaf.. Óskalistinn er líka orðinn aaaansi langur!

Annars er ég ENN að bíða eftir að fá netið í nýju íbúðina. Þetta gengur eitthvað ósköp hægt þarna hjá Símanum og ég fer alveg að verða soldið þreytt á því að bíða. Er farið að klæja í puttana að blogga meira og gera outfit færslur! En vonandi þarf ég ekki að bíða mikið lengur og ég vona að þið séuð ekki alveg búin að gleyma mér :) 

Friday, May 18, 2012

New in - Krossar

Krosseyrnalokkar - Shop Couture

Fékk þessa geðveiku eyrnalokka senda frá Shop Couture um daginn. Mig hefur langað svo lengi í svona flotta krosseyrnalokka svo ég er sjúklega ánægð! Á sko klárlega eftir að nota þessa mikið.
Takk fyrir mig Shop Couture!

Annars vil ég biðjast afsökunar á bloggleysinu hérna síðustu daga. Er búin að vera að standa í flutningum og svona og er því búin að vera netlaus. Erum ekki enn komin með netið í nýju íbúðina en ég fæ að stelast aðeins á netið heima hjá tengdó, svo að þið haldið nú ekki að ég sé alveg gufuð upp!
En það er alveg hellingur sem ég á eftir að sýna ykkur og ætla að reyna að vera dugleg að henda inn færslum núna héðan í frá :)

Thursday, May 10, 2012

New in!

Kjóll og hárkeila - Shop Couture / Skór - Galleri Stelpur AK / Taska - Louis Vuitton Alma

Fékk svo æðislega sendingu frá Shop Couture í gær! Fékk þennan ótrúlega sæta sumarkjól, hárkeiluna og krosseyrnalokka sem ég mun sýna ykkur fljótlega. Ég elska þessa hárkeilu! Hafði einmitt séð þetta á Asos og ýmsa bloggara með svona svo ég varð ótrúlega spennt þegar ég sá þetta hjá Shop Couture.
Finnst þessar hárkeilur alveg punkturinn yfir i'ið á flottum outfittum og veit að ég á eftir að nota þessa mjög oft! Kjóllinn er ótrúlega þægilegur, úr léttu og fínu efni og liggur vel að líkamanum. Ekta kjóll til að henda sér í á heitum sumardögum og líka til að nota á kvöldin með blazer og fínu skarti.
En annars er dagurinn bara búinn að fara í kósýheit og afmælisgleði. Yndislegt að njóta þess að gera ekki NEITT eftir prófin og fagna með mínum uppáhalds. Það er samt hrikalega erfitt að kveðja alla, en við flytjum suður núna um helgina. En það eru nýjir og spennandi tímar framundan og ég er ótrúlega spennt!

P.S. Þið sem eruð búin að vera að bíða eftir tattú færslunni, þá ætla ég að reyna að setja hana inn um helgina! Bear with me á meðan ég klára að flytja hehe :)

Wednesday, May 9, 2012

H&M AW12

Myndir: Delance fashion

Ég verð að eignast þessa derhúfu! Og helst allt hitt líka eiginlega..
H&M klikkar ekki frekar en hinn daginn!