Thursday, January 5, 2012

Útsölur

Peysa - Lindex / Skyrta - Kolaportið / Skór - Galleri Stelpur Glerártorgi
(Ég er að missa mig á www.pixlr.com/o-matic að breyta myndunum mínum - finnst þær bara skemmtilegri svona!)

Ég er búin að heyja mikið sálrænt stríð við sjálfa mig síðustu daga um hvort ég ætti að fara á útsölur eða ekki. Ég lét svo loks undan þrýstingi og kíkti niður á Glerártorg í dag. Ég bjóst nú ekki við miklu af útsölunum hérna á Akureyri, enda vön geðveikinni sem útsölurnar í bænum eru. En svo datt ég inn í Galleri Stelpur sem er, eins og nafnið gefur kannski til kynna, með vörur frá NTC. Þar var úrval af skóm á tilboði - eitt par á 1990 og tvö á 2990! Og ekki nóg með það heldur voru nýjir skór á 50% afslætti. Ég endaði með að taka þessi tvö pör. Mér finnst fyrra parið æði út af því hversu grófur hællinn er og mig hefur einmitt lengi langað í skó með slíkum hæl. Seinna parið er grófara en það virkar á myndinni og hællinn töluvert hár sem ég fýla. Ég var reyndar komið með soldið ógeð af fylltum hæl en einhvernveginn féll alveg fyrir þessum.
Ahh hvað útsölur geta gert mikið fyrir sálina..

SH

No comments:

Post a Comment