Tuesday, January 3, 2012

Nýtt uppáhalds!

Peysa - Lindex / Skyrta - Kolaportið / Skór - JC Lita / Hálsmen - H&M

Það er eiginlega smá saga á bakvið þessa peysu. Þið munuð samt mjög líklega halda að ég sé orðin klikkuð og senda shopaholics anonymous teymi á eftir mér eftir að hafa lesið þessa færslu.. En það var þannig að milli jóla og nýárs þá átti ég leið um Smáralind og ætlaði að versla mér eitthvað fallegt fyrir gjafakort sem ég fékk í jólagjöf. Ég hef lengi leitað mér að akkurat svona peysu og fann hana þennan dag í Lindex. En þar sem við vorum í mikilli tímaþröng að þá helltist yfir mig eitthvert stundarbrjálæði og ég ákvað að geyma hana og sjá hvort ég fyndi ekki eitthvað annað í öðrum búðum. Endaði með að kaupa mér eitthvað allt annað en um leið og ég labbaði út úr Smáralindinni að þá sá ég eftir því. Þessi elskulega peysa ásótta mig svo mikið dagana eftir á að eina nóttina að þá dreymdi mig hana! (Þetta er tímapunkturinn þar sem þið takið upp tólið og bjallið á Klepp fyrir mig..) Þegar ég vaknaði að þá vissi ég að ég yrði bara að kaupa hana. Svo ég hringdi i Lindex og eftir mikla leit hjá konunni í búðinni þá fann hún réttu peysuna og sendi mér hana. Hún kom í gær og ég er að segja ykkur það, ég er svo vandræðanlega spennt yfir henni! haha Hún er svo akkurat eins og ég vil hafa svona peysur, víð, kósý og hlý.
Þessi á sko eftir að verða miiiiiikið notuð, það er á hreinu. Hverrar krónu virði!

SH aka kaupalkinn

No comments:

Post a Comment