Thursday, February 17, 2011

Minty

Blogga orðið svo sjaldan að ég er ekki viss hvort ég kunni það lengur! Allavega, here goes..
Er komin með afmælisoutfit! Fékk þessa fallegu myntugrænu elsku í Topshop um daginn og ætla að vera í henni núna á laugardaginn þegar ég held uppá afmælið mitt. Mér verkjaði pínu í visakortinu mínu eftir að hafa splæst í hana (Já ég veit ég var búin að fela visað. En ég sótti það aftur. Hæ ég heiti Sara og á við vandamál að stríða!) en hún var hverrar krónu virði!
Þetta stefnir annars allt í góða helgi. Þorrablót annað kvöld, afmælis partý á laugardaginn og afmælið sjálft + konudagur á sunnudaginn.. ekki slæmt!
Verð á Prikinu á laugardaginn fyrir þá sem vilja koma með pakka! meheh

1 comment:

  1. Gaman að sjá þig aftur á blogginu ;)
    Ótrúlega falleg "blússa", liturinn er æði!

    ReplyDelete