Eftir floppið sem var D&G línan fyrir haustið 2011 (að mínu mati var hún allavega algjört flopp!), þá komu Domenico Dolce og Stefano Gabbana skemmtilega á óvart í dag með haustlínu Dolce & Gabbana 2011. Ég fýlaði ekki allar flíkurnar, enda er það nú sjaldnast þannig að maður geri það, en í heildina var mjög skemmtilegur fýlingur í þessari línu. Soldið áramóta partýs stemmning í þessu með allar þessar stjörnur og pallíettur. En inná milli blönduðu þeir karlmannlegum flíkum og sniðum, sem hafa einmitt verið mikið áberandi á pöllunum núna.
Hvað ég myndi gefa fyrir að eiga Miss Sicily töskuna!
Karlmannlegt og töff
Abbey Lee var æði í velúr dragt
Elska litina og sniðið!
Pallíetturpallíetturpallíettur! Græni kjóllinn er to DIE for!!
Elska þessar pallíettubuxur og loðið á greinilega eftir að koma sterkt inn aftur næsta haust.
Baksviðs. Miss Sicily taskan með grænum pallíettum. Úff fegurð!
♥
oojá græni kjóllinn er svooo flottur!!
ReplyDeleteSóley