Monday, February 28, 2011

Help needed!

Ég get hreinlega ekki ákveðið hvað ég á að kaupa mér fyrir peninginn sem ég fékk í afmælisgjöf. Hérna eru nokkrar hugmyndir:

Kron by Kronkron kjóll. Langar einna mest í þennan.
Lita. Orðið soldið þreytt kannski? Samt fallegir.
Bolur/Kjóll frá Friis&Company

Eða að spara og safna uppí eitthvað enn fallegra? Hjálp!!

P.S. Útborgun á morgun! Eitthvað segir mér að kaupbannið mitt fái að fjúka fyrir lítið..

Sunday, February 27, 2011

Dolce & Gabbana Fall 2011

Eftir floppið sem var D&G línan fyrir haustið 2011 (að mínu mati var hún allavega algjört flopp!), þá komu Domenico Dolce og Stefano Gabbana skemmtilega á óvart í dag með haustlínu Dolce & Gabbana 2011. Ég fýlaði ekki allar flíkurnar, enda er það nú sjaldnast þannig að maður geri það, en í heildina var mjög skemmtilegur fýlingur í þessari línu. Soldið áramóta partýs stemmning í þessu með allar þessar stjörnur og pallíettur. En inná milli blönduðu þeir karlmannlegum flíkum og sniðum, sem hafa einmitt verið mikið áberandi á pöllunum núna.

Hvað ég myndi gefa fyrir að eiga Miss Sicily töskuna!
Karlmannlegt og töff
Abbey Lee var æði í velúr dragt
Elska litina og sniðið!
Pallíetturpallíetturpallíettur! Græni kjóllinn er to DIE for!!
Elska þessar pallíettubuxur og loðið á greinilega eftir að koma sterkt inn aftur næsta haust.
Baksviðs. Miss Sicily taskan með grænum pallíettum. Úff fegurð!

D&G Fall 2011

Ég á eiginlega engin orð yfir D&G haustlínunni í ár. Held að ég láti bara myndirnar tala..

Það er eins og Crayola litakassi hafi ælt yfir fötin (in a bad way..)! Ekki það að ég hafi eitthvað á móti litum, hefði þetta verið sumarlína hefði þetta verið nokkuð skárra. En litirnir, munstrin, skórnir og þessi blessuðu fjaðrapils eru engan veginn að gera sig fyrir haustlínu. Einu flíkurnar í þessari línu sem ég gæti ímyndað mér að klæðast eru þessir oversized blazer jakkar:
Finnst þeir soldið skemmtilega 80's og flottir í sniðinu.

Thoughts?

Bright as the sun

Myndir: Style.com, Vogue.co.uk, Vogue.fr, Coggles.com

Langar í hvítan pels og tösku í skærum lit. Já takk!

Saturday, February 26, 2011

Tigerlily

 Toppur & buxur & taska - H&M / Leðurjakki - Gallerý Sautján / Fjaðraeyrnalokkar - HæHæ Hæ

Hvað finnst ykkur um nýju buxurnar mínar? Þessar elskur leyndust í pakkanum frá systur minni. Hún þekkir sko systur sína, það er á hreinu! Ég elska hversu bold þær eru, ég fékk líka þó nokkur augnaráð þegar ég mætti í þeim í Borgarleikhúsið í gær (athyglissjúka pían í mér naut þess samt haha).  En í gærkvöldi fór ég að sjá Ný Dönsk í nánd í borgarleikhúsinu. Frábært show hjá þeim, mæli með að allir þeir sem fýla Ný Dönsk kíkji. En það er kannski ekki alveg að marka mig, þar sem ég er vandræðanlega skotin í Daníel Ágúst svo hann hefði getað staðið þarna og lesið símaskránna og ég hefði verið alveg jafn heilluð! haha
En samt, án alls djóks, mæli ég með þessari sýningu, þetta eru algjörir snillingar! :)
Vona að allir eigi frábæra helgi!



Moving with the lights on

 Vinstri: Skyrta & buxur - Vero Moda / Toppur & eyrnalokkar - Topshop
Hægri: Golla - Sautján / Pils (nýtt!) - Orginal / Sokkabuxur - Accessorize

Vinnu outfit gærdagsins og svo það sem ég klæddist i gærkvöldi. Vorum með smá afmælisboð fyrir fjölskylduna í tilefni af afmælinu mínu. Fékk æðislegar gjafir frá systkinum mínum, m.a. pakka úr H&M! Sýni ykkur á morgun hvað leyndist í honum ;)

Wednesday, February 23, 2011

Dots/Stripes/Black/White

Dots/Stripes/Black/White
Vogue Italia Febrúar 2011
Tekið af: Paolo Roversi
Stílisering: Jacob K
Módel: Valerija Kelava

Finnst eitthvað rosalega fallegt við þennan myndaþátt. Androgynous og hrátt. Love it!
Minni á að ég er á Facebook!

Shoe sale!

 Skór til sölu!

Zara
Nánast ekkert notaðir. Eins og nýjir og sér ekki á þeim!
Merktir 41 en passa 40-41 (soldið lítið númer, ég nota sjálf 40-41)
Tilboð, fara til hæst bjóðanda :)

Mér finnst þeir voðavoða fallegir en einhverra hluta vegna nota ég þá bara aldrei, svo ég vil að þeir eignist betra heimili. Endilega sendið mér mail eða kommentið hér fyrir neðan ef þið hafið áhuga!

Sunday, February 20, 2011

Birthday girl!

 Toppur - Topshop / Buxur - Vero Moda / Skór - H&M / Hálsmen - Accessorize
Eina myndin sem náðist af mér allri. Þið afsakið ferskleikann. Mér til varnar var þessi mynd tekin um 4 leytið í nótt. Finnst kórónan og nælan klárlega toppa outfittið.. haha

Ég hélt uppá afmælið mitt á Prikinu í gærkvöldi. Það var æði, umvafinn öllu uppáhalds fólkinu mínu og ég hitti meira að segja nokkra lesendur. Takk þið sem gáfuð ykkur á tal við mig, æðislegt að fá að fagna afmælinu mínu með ykkur! :) Dagurinn í dag er svo búinn að fara í Yoyo deit með Beggu vinkonu, kökur og kræsingar með famelíunni og svo þynnkuafmælisbíó í kvöld með sætu stelpunum mínum. Þetta er búið að vera æðisleg helgi í alla staði og vil bara þakka öllum sem tóku þátt í henni með mér! Þið eruð æði!

Kv. Væmna afmælis pían!

Saturday, February 19, 2011

Blow!

 Ég: Jakki - Warehouse / Pils (nýtt!) - Vero Moda/ Sokkabuxur - Accessorize / Skór - Second hand / Hálsmen - HæHæ Hæ / Loð - H&M
Mamma: Kjóll - SHE / Sokkabuxur - Oroblu / Skór Chie Mihara / Hálsmen - Accessorize
Og sæti Móri með bleyjuna sína vildi vera með haha

Fór á Þorrablót í gær með fallegu mömmu minni. Ég er búin að búa í þessum jakka síðan ég fékk hann, hann passar við allt og það er svo þægilegt að henda sér í hann. Elska líka outfittið hennar mömmu, ég á sko ekki roð í þessa gellu! ;)
Annars er bara komið að afmælispartýinu mínu í kvöld. Er orðin hrikalega spennt, held að þetta verði awsome. Svo gaman að eiga afmæli!