Tuesday, June 26, 2012

Yellow Nails


Pantaði mér þessi fínu naglalökk frá H&M á Ebay fyrir nokkrum dögum og ég fann þau í póstkassanum í dag (enginn tollur, win!). Ég elska þessa nammi liti og stóðst ekki mátið að prófa að skella einum á mig strax. Mig er búið að langa frekar lengi í gult naglalakk svo að ég ákvað að prufa gula litinn núna. Það þekur ágætlega vel, ég þurfti samt að gera tvær umferðir en það þornar mjög hratt.
Er ótrúlega sátt með þessa sumarlegu liti og hlakka til að prófa þá alla!

P.S. Minni á gjafaleikinn á facebook!

No comments:

Post a Comment