Wednesday, June 20, 2012

Starstruck - Fake Tattoos!


Það er soldið síðan að ég fékk send tattúin frá Fake Tattoos.se en ég hef bara ekki komist í það að fjalla um þau fyrr en núna. Fake Tattoos er sænskt fyrirtæki sem er eitt stærsta fyrirtækið á markaðnum í dag með gervi tísku tattú. Eins og margir muna eftir þá byrjaði Chanel á þessu tattú æði sem hefur nú breiðst út um allan heim og fyrirtæki keppast um að búa til flott gervi tattú. 

Mig langaði að prófa þetta því mig hefur alltaf langað að fá mér tattú en ég hef ekki enn þorað að taka af skarið. Þetta er því fullkomin lausn til að fá svona ca tilfinninguna fyrir því hvernig það er að vera með tattú og hvort að ég fýli það í alvöru.


Fake Tattoos sendi mér þessar tvær arkir af tattúum til að prófa. Ég er ekki enn búin að nota þessa seinni en mun örugglega sýna ykkur það þegar þar að kemur, en þessi setning þýðir "I am my own work of art' sem mér finnst mjög fallegt. Fyrri örkin var kannski ekki alveg það sem ég hafði valið mér sjálf hefði ég fengið að gera það, en í staðinn klippti ég bara út nokkrar af stjörnunum og raðaði þeim upp eins og mér fannst flott. 


Þetta er svo bara sett á eins og tyggjótattúin sem maður notaði hérna í gamladaga. Það er glær filma yfir pappírnum sem maður tekur af, þrýstir svo pappírnum niður á þeim stað sem þú vilt hafa tattúið og notar svo blautan klút til að bleyta pappírinn. Maður þarf að passa það að bleyta pappírinn alveg í gegn og þau mæla með því að halda við með klútnum í amk 30sek. Svo er bara að taka pappírinn gætilega af og voila! Þú ert komin með tattú. 

Það kom mér á óvart hversu eðlilegt þetta kemur út. Ég var soldið hrædd um að þetta myndi kannski lúkka frekar fake en það gerir það bara alls ekki. Tattúin eiga að endast í 3-5 daga eða alveg uppí 14 daga, en það fer eftir því hvar þú setur þau og hversu varlega þú ferð með þau. Ef þú ert svo komin með leið á tattúinu þá er nóg að nudda smá olíu eða body lotion á það og þá á það að nást af. 

Ég er búin að fá alveg rosalega mikið af fyrirspurnum út á þessi tattú og ég vona að þessi færsla svari flestum ykkar spurningum. Fyrir ykkur sem voruð að spá með tollinn, að þá borgaði ég ekki toll af þessu þar sem þetta var gjöf. Ég fékk þetta bara í umslagi í póstkassann svo ég get ekki lofað ykkur því hvort að þið eigið eftir að þurfa að borga toll eða ekki. En þar sem að bréfið er svo létt að þá held ég að tollurinn myndi aldrei verða það hár, ef að þetta skyldi lenda í tollinum þ.e.a.s. 

Ég vil þakka Fake Tattoos kærlega fyrir mig. Og ég mæli klárlega með þessu fyrir alla þá sem eru í tattú hugleiðingum!


No comments:

Post a Comment