Friday, June 8, 2012

Lilja Collection


'The Lilja Collection is a fast forward and upfront fashion label for the it-girl and the fashion lover that has a great sense for fashion, uniqueness and quality' 

 Flestir íslendingar ættu að vera farnir að þekkja hið flotta merki Gyðja Collection, sem hannar skó og fylgihluti. Nú hefur Gyðja kynnt nýja viðbót við fyrirtækið, Lilja Collection. Skórnir í línunni eru aðeins grófari og meira street style en þeir í Gyðju línunni, sem eru meira glam og sexy, en Lilja heldur þó enn í þessa fáguðu og fallegu hönnun sem Gyðja er þekkt fyrir.
Lilja Collection kemur í verslanir núna í júní og verður til sölu í Kraum í Reykjavík og á netverslun Gyðju www.gydja.is. En ég ætla að gefa Gyðju stóran plús fyrir að ætla einnig að selja línuna í verslunum úti á landi, eins og Lindinni á Selfossi, Mössubúð á Akureyri, Póley í Vestmannaeyjum o.fl. Þannig að landsbyggðarfólk getur líka verlsað sér þessa flottu skó í heimabyggð!


Endilega like'ið við facebook síðu Lilja Collection og fáið allar nýjustu fréttir beint í æð!

P.S. Ég vil þakka ykkur öllum kærlega fyrir þau frábæru viðbrögð sem ég er búin að fá útá myndina í Vogue og viðtalinu sem Smartland tók við mig. Þið eruð æði!
Þið getið lesið viðtalið HÉR.

No comments:

Post a Comment