Tuesday, June 19, 2012

Valentino pre spring/summer 2013


Eitt orð: VÁ!

Ég er alveg ástfangin af þessari línu frá Valentino. Elska hvað það er mikið í gangi, mismunandi efni, munstur og útlit en þetta virkar allt svo vel saman og myndar fallega heild.
Gaman að sjá að peplum topparnir munu koma til með að halda áfram næsta vor, ég er svo hrifin af þessu sniði þó að ég efast um að ég gæti púllað það sjálf.
Ég þori líka að veðja að við eigum eftir að sjá þessa blóma kjóla á rauða dreglinum fljótlega, þeir eru to die for og myndu klárlega sæma sér vel á einhverri Hollywood stjörnunni!

Mig langar svo að benda ykkur á að tjékka á síðunni hjá Pjattrófunum. Þar getiði fundið ítarlegt viðtal við mig sem hún Rannveig Pjattrófa tók. Þið getið lesið það HÉR. Takk fyrir mig Pjattrófur og fyrir frábæra síðu!

No comments:

Post a Comment