Thursday, June 21, 2012

Verslunarferð gærdagsins


Smá update. Ætlaði að koma með outfit færslu með kjólnum sem ég fékk frá Shop Couture en ég náði að krækja í eitt stykki flensu svo að veikindaljótan er mætt. Svo ég held að það verði að fá að bíða smá. Ég get samt ekki beðið eftir að sýna ykkur þennan kjól, hann er klárlega nýja uppáhalds sumarflíkin mín!

Annars kíkti ég í smá verslunarleiðangur í gær, það er svo gott fyrir sálina. Byrgði mig upp af basic flíkum sem mig sárvantaði. Aldrei að vita nema að ég sýni ykkur eitthvað af því sem leynist í þessum pokum! Ég mæli með því að þið kíkið í Galleri 17, það er 2 fyrir 1 tilboð á þægilegustu Moss bolum í heimi. Ég greip tvo liti með mér í gær, hata það sko ekki!

En ég ætla að skríða aftur undir sæng, halda áfram að horfa á nokkra góða þætti og reyna að kafna ekki úr kvefi. Það ætti náttúrulega að banna flensur á þessum árstíma..

P.S. Fylgið mér á Instagram @sarahilmars :)

1 comment: