Tuesday, October 19, 2010

Building castles in the sky



Cardigan - H&M / Tank top - Gina Tricot / Leggings - Álnavörubúðin / Dripping Chanel necklace -  LittleAngelsJewelry / Headband - HSJ Design

Bara kósý outfit í dag þar sem ég er bara búin að vera heima að hafa það náðugt. Sótti þetta hálsmen á pósthúsið áðan og er bara nokkuð sátt með það. Mér hefur langað í það síðan ég sá svipað á einhverju blogginu og svo var einhver yndislegur lesandi minn sem benti mér á að þessi síða væri að selja svona. Kostaði tæpar 1400kr en svo er blessaður tollurinn að leggja mig í einelti þannig að ég endaði með að borga alltí allt um 2700 fyrir þetta. Ágætlega sloppið samt!
Ingveldur blaðamaður á Mogganum tók svo viðtalið við mig í dag. Spjölluðum heillengi og ég held að þetta hafi bara gengið vel. Láttu mig nú líta vel út í blaðinu ;) hehe
Svo þarf ég að mæta í myndatöku á morgun fyrir viðtalið og ég veit EKKERT í hverju ég á að vera! Held að ég sofni ekki í kvöld fyrr en ég er búin að ákveða þetta hahh. Ef að þið hafið einhverjar hugmyndir að outfittum þá væru þær vel þegnar!

Just a basic outfit today cause I've just been relaxing at home. Went to the post office earlier and picked up this necklace which I'm loving. I've been wanting it since I saw a similar one on some blog and then one of my lovely readers told me that this site was selling it. It wasn't expensive at all so I'm really happy with it. I had that newspaper interview today! We had a long conversation and I think it went pretty well. Hopefully she'll do me justice ;) lol
Then tomorrow there's the photoshoot for the interview and I have NO idea what to wear! I think I won't be able to fall asleep tonight until I've decided haha If you have any ideas for an outfit for me, do let me know!



Flottu hárböndin sem Hugrún vinkona gerði fyrir mig. Hún er svo hæfileikarík! Tjékkið á síðunni hennar HSJ Design.

My awsome head bands, made by my friend Hugrún of HSJ Design. She's so talented! Check out her site HSJ Design.

5 comments:

  1. flott hárbönd og hlakka til að sjá viðtalið :))

    ReplyDelete
  2. Cute necklace!:D

    Have fun at the photoshoot!:D

    ***** Marie *****
    allthingsmarie.com

    ReplyDelete
  3. Hæhæ, rosa skemmtilegt blogg hjá þér, kíki oft hingað inn!
    en mig langaði að spyrja þig að einu, er að láta kaupa svona aviator leðurjakka í H&M, sá að þú varst í svoleiðis og þar sem ég er frekar svipuð og þú í vexti langaði mig að spyrja þig í hvaða stærð þinn jakki er?

    ReplyDelete
  4. Takk fyrir það, gaman að heyra! :)
    Heyrðu, ég ákvað að taka hann bara í stærsta númerinu, 46, því að ég hef lent í því að vera að taka jakka í minni stærðum í H&M og þá eru þeir of þröngir um handleggina. Svo ég þorði ekki að taka neinn séns með þennan. En hann er í rauninni alveg númeri of stór, hefði getað tekið 44.. en mér finnst ekkert verra að hafa hann soldið rúman því það kemur ekkert illa út, svo þetta sleppur :)

    ReplyDelete
  5. rosalega flott hárbönd!
    -Alma Rún

    ReplyDelete