Í dag kom veturinn sko fyrir alvöru hérna á suðurlandinu. Snjór út um allt og ég er ekki frá því að maður komist í smá jólaskap! En eins kósý og það er nú að geta verið inni í hlýjunni og fylgst með snjónum falla út um gluggann, þá er nú ekki eins gott að þurfa að fara út í þessum kulda. Maður þarf að passa að klæða sig vel og þá detta margir í þá gryfju að skella sér í gamla kraftgallann og kuldaskónna. En það er léttilega hægt að líta vel út OG vera hlýtt. Hér á eftir ætla ég að sýna ykkur flottan vetrarklæðnað og hvernig hægt er að klæðast honum.
Camel kápan - Camel liturinn er nýji svarti liturinn! Ullarkápan er alltaf klassísk og mjög hlý. Flott að vera í þykkum sokkabuxum, flottum hælum eða wedges og með stóran trefil við.
Sláin - Slár og poncho koma sterk inn núna í haust og vetur. Fáðu þér eina með stóru munstri eins og þessi frá Asos. Annars eru þær einlitu engu síðri, fyrir þær líkamsgerðir sem þola illa svona stór munstur.
Pelsinn - Pelsinn er ávallt mjög elegant og afsakplega hlýr. Ekki samt vera hræddar við að nota hann hversdags líka. Hægt er að klæða pelsinn niður með gallabuxum og uppháum stígvélum.
Shearling - er í öllum fatnaði og fylgihlutum í vetur! Í jökkum, skóm, töskum.. Hlýtt OG smart!
Hermannaskórnir - Mjög praktískir í vetur og flottir til að gera plain outfit aðeins rokkaðra ;)
Grófi hællinn - Spurning hvernig maður færi í þessum í hálkunni, en grófi hællinn (ásamt þeim fyllta) verður mest áberandi núna í vetur. Grófur botn, reimar og loð er einnig áberandi í skótískunni núna.
Uppháu stígvélin - Aftur kemur loðið við sögu og það að þau séu upphá gerir þau hlýrri. Algjört must að fjárfesta í góðum leðurstígvélum!
Loðkraginn - Ofboðslega flottur við fínni tækifæri.. ja eða hversdags! Elegant og fallegur.
Snood - Hringtrefilinn er aftur vinsæll nú í vetur. Flott að fá sér einn í svona pastel eða neautral litum til að poppa upp svart outfit!
Loðhúfan - Það eru soldið skiptar skoðanir á þessari og hún hentar ekki öllum. En mér finnst alltaf eitthvað töff við hana. Annars er hægt að fá nokkrar útgáfur af henni, líkt og þessi að ofan sem er aðeins með loði á köntunum og innan í húfunni.
Svona er hægt að telja lengi áfram.. mæli einnig með að fjárfesta í flottum leðurhönskum og þykkum legghlífum! Vonandi verður þetta til þess að einhver ákveður að leggja kraftgallanum og fjárfesta frekar í fallegri kápu. Njótum þess að vera kvenlegar og flottar, þrátt fyrir að það sé kalt úti!
♥
To translate this post into english click here!