Saturday, November 24, 2012

Fyrsta jólagjöfin

Hafiði lent í því að fara inn í verslun, sjá eitthvað fallegt.. og það næsta sem þið vitið að þá eruð þið á leiðinni út með flíkina í poka? Það gerðist fyrir mig í dag. Ég kíkti í sakleysi mínu inn á H&M og sá að það var útsala í gangi. Sá þar ótrúlega fallega kápu sem ég hafði séð áður en fundist hún þá vera of dýr. Hún var núna komin á útsölu á litlar 4000kr. Það næsta sem ég veit er ég búin að borga og staðfesta pöntunina. Veit ekki alveg hvað gerðist þarna á milli..
En ég blikkaði kæró aðeins og ég fæ kápuna í jólagjöf! Mikið er ég ánægð :) Get ekki beðið eftir að fá hana í hendurnar og máta.. vonandi passar hún bara!

Er hún ekki falleg? Ég er einmitt búin að vera að leita að svona klassískri og fallegri kápu og þessi fellur sko alveg undir þá lýsingu!

Tók líka þennan fína hringtrefil. 1000 kall! Ekki slæmt það.

P.S. Var að skella inn nokkrum flíkum til sölu inn á facebook. Endilega tjékkið á því!

3 comments:

  1. Hæ!

    Ég er forvitin, hvernig geturðu pantað af H&M? Eru þau farin að senda til Íslands?

    -Ragnhildur

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hæhæ!
      Heyrðu nei, það er því miður ekki svo gott! Ég á bara vinkonu sem býr í London svo að ég læt senda fötin til hennar og hún sendir þau svo til mín :)

      Delete
  2. I like this jacket!

    http://the-renaissance-of-inner-fashion.blogspot.co.uk

    ReplyDelete