Sunday, November 18, 2012

Helgin mín


Svona eiga sunnudagar að vera. Smákökur og ísköld mjólk. Gerist ekki betra!
Búin að eiga voða kósý helgi með kæró. Göngutúr í snjónum, bakstur, barnafötin flokkuð og unnið í barnaherberginu.


31v+3d. Litlir tveir mánuðir til stefnu og spennan magnast! Barnaherbergið er smám saman að taka á sig mynd. Erum búin að setja rimlarúmið upp og svo er verið að vinna í því að mála fallega skiptiborðið/kommóðuna sem ég fékk á slikk á bland.is. Kraftaverkin sem smá málning getur gert!


Fallega heimferðasettið sem bumbi fær :) Mjög hlutlaust þar sem við vitum ekki kynið.
Það styttist heldur betur í þetta en samt er þetta enn frekar óraunverulegt. Það er soldið skrítið að halda á þessum pínkulitlu fötum og reyna að ímynda sér litla krílið sem sparkar í mann í þeim :)
Lífið er ljúft!


Vona að allir hafi átt frábæra helgi.


1 comment:

  1. Awesome pics! You look great:)

    http://theprintedsea.blogspot.de/

    ReplyDelete